Andvana fæðing leiðtoga Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík?

Honum hefur af einhverjum ástæðum ekki tekizt að marka sér sérstöðu. Þess vegna spyrja kjósendur í Reykjavík hvers vegna þeir eigi að kjósa flokkinn. Hvað hann hafi fram að færa, sem meirihlutaflokkarnir bjóða ekki.

Þetta er mesti veikleikinn í stöðu Sjálfstæðisflokksins í aðdraganda kosninganna í vor.

Eftir því er beðið að frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins taki nú af skarið og skapi sér og flokknum þessa sérstöðu svo að ekki fari á milli mála um hvað valið snýst.

Þetta segir Styrmir Gunnarsson á Evrópuvaktinni um borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins. Við þetta má því bæta að fyrir tveimur mánuðum var nýr maður valinn til að leiða flokkinn. Hann hvarf þá af yfirborði jarðar. Margir spyrja sig hvort hérna hafi í fyrsta sinn alþjóð verið vitni að andvana fæðingu leiðtoga? Hefur Halldór Halldórsson ekkert fram að færa, þessi maður sem ég hélt að myndi nú vekja athygli og berjast með kjafti og klóm?

Þetta er ekki það sem Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík þarf. Þeir sem urðu í næstu sætum í prófkjörinu þurfa nú að taka af skarið og gera flokkinn sýnilegan. Það gengur alls ekki að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins haldi áfram að vera ósýnilegir og mállausir. Svo virðist sem aðeins Kjartan Magnússon og Marta Guðjónsdóttir séu þau einu sem eru með lífsmarki. Það dugar hins vegar ekki til. 

Fólk flykkir sér einfaldlega ekki um flokk sem sýnir ekki lífsmark, skiptir engu hvert nafn hans er. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Er ekki rétt að kjósendur myndi sér sjálfir skoðun, með því að kanna fortíðar-verk frambjóðenda? Það stjórnar enginn með hávaðasömum auglýsingum einum sér, þegar allt kemur til alls.

Ekkert veit ég um þennan mann, og hef enga ástæðu til að ætla honum vanhæfi frekar en hæfi. Það er varla dauðasök að vera frá Ísafirði og vera í tannréttingum? Það þarf meira til, til að gera fólk vanhæft í þessa stöðu. 

hvað finnst fólki aðallega vera galli á þessum frambjóðanda?

Er þessi Halldór kannski of blankur til að auglýsa? Það væru nú bara meðmæli með honum, ef svo er.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.1.2014 kl. 22:29

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Sæll Sigurður. Halldór hefur sig nú varla mikið í frammi einmitt núna þegar kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins átti að ákveða eða staðfesta framboðslistann. Konurnar sem voru kosnar niður vegna fylgispektar við SamBestu- stefnuna í samgöngumálum eru verulega óánægðar með þá niðurstöðu og vilja láta færa sig upp af því að þær eru jú konur. En lýðræðið verður nú líklega ofan á. Halldór vill eflaust vita hvaða teymi hann leiðir og með hvaða stefnu það er. Ef hann á að stýra kvenna- þrennunni sem er gegn flugvellinum og vill hægja á umferðarflæði, þá er honum vandi á höndum.

Ívar Pálsson, 9.1.2014 kl. 10:57

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sjálfstæðisflokkurinn er risaeðla, þær eru allar steingerfingar í dag.

Jón Ingi Cæsarsson, 9.1.2014 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband