Brú sem kostar 880 mánaðarlaun og enginn segir neitt ...

Bru

Flestir hafa verðskyn sem varðar kaup á nauðsynjum, s.s. mat, fötum og á hlutum til heimilishalds. Oft byggist þetta „skyn“ framar öðru á því sjálfsaflafé sem er til ráðstöfunar hverju sinni, laununum. Færri gera sér grein fyrir því hvað malbik kostar, umferðaljós eða göngubrú.

Í Morgunblaðinu í morgun er lítil frétt um að göngubrúin yfir Elliðaárósa hafi kostað 264 milljónir króna. Maður hrekkur óneitanlega við og tekur andköf. Í samhengi við meðaljóninn þá eru þetta 880 mánaðarlaun þeirra sem fá 300.000 krónur útborgaðar, þ.e. nettólaun.

Tvöhundruð sextíu og fjórar milljónir króna eru eitthvað svo rosalegt miðað við nokkur hundruð þúsund krónur sem ég og sveitarstjórinn á Skagaströnd vorum að velta fyrir okkur að leggja í til að fólk gæti gengið þurrum fótum yfir ósa Hrafnár sunnan við bæinn. Meiri peningar voru ekki til í framkvæmdina hjá örsmáu sveitarfélagi. 

Brúin kostaði fjórtán milljónum krónum meira en áætlað var. Tæplega fjörtíu og sjö mánaðarlaun þetta sem fá útborgað 300.000 krónur.

Ég geri mér litla grein fyrir því hvað ein brú kostar. Hins vegar get ég ekki að því gert að „verðskyni“ mínu er ofboðið í þessu tilviki, bæði hvað varða heildarverðið og einnig umframkostnaðinn. Er það bara svo að borgarfulltrúar yppa öxlum og tauta fyrir munni sér, svona er lífið? Eða fær þetta einhverja frekari skoðun og umræðu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skeggi Skaftason

ÉG veit ekki hvort þetta telst dýr brú, raunar eru þær tvær, en þetta er samgöngumannvirki og ekki einföld 200.000 kr göngubrú. Spurning hvort nýju stígarnir (líkl. 300-400 m)að brúnni reiknast með í kostnaðartöluna?

Væri gaman að vita hversu margir fara yfir brýrnar á degi hverjum, ég myndi halda að þetta sé allnokkur fjöldi, því þetta styttir hjóla- og gönguleið úr Grafarvogi nokkuð.

Vissulega virkar brúin sem nokkuð "show off", en framkvæmdin er væntanlega líka hugsuð sem hvati til að fá fólk til að prófa að hjóla í vinnu, en samfélagið sparar allt mikið á því að fleiri hjóli í vinnu.

Skeggi Skaftason, 8.1.2014 kl. 13:13

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sæll, Skeggi og takk fyrir innlitið. Ég hef margsinnis hjólað þarna og dreg ekki gagnsemina í efa, en kostnaðurinn. Maður lifandi! 264 f... milljónir króna!

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 8.1.2014 kl. 13:17

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sæll, Stefán. Um það sem þú nefnir deilir enginn en kostnaðurinn stendur í mér og eflaust fleirum. Eða rétt eins og Skeggi segir hérna á ofan um að brúin sé líka dálítið „show-off“ ...

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 8.1.2014 kl. 13:32

4 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ekki furða að kostnaður við Sundabrú standi í mönnum.

Emil Hannes Valgeirsson, 8.1.2014 kl. 13:37

5 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Já, kæri Emil. Það er svo margt sem um má deila enda er þetta alltaf spurning um verð, verðskyn, smekk, þarfir, óskir og ... kröfur. Og dýr myndi Eyjólfur allur, eins og sagt er.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 8.1.2014 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband