Hér eru réttu spárnar fyrir áriđ 2014
7.1.2014 | 11:02
Um ţessar mundir tíđkast hjá fjölmiđlum og fleirum ađ leiđa til ţá sem sjá inn í framtíđina og fá ţá til ađ tjá sig um safaríkustu óorđnu atburđi ársins 2014. Margir hagvanir á ţessu bloggi kannast ef til vill viđ hinn draumspaka mann sem oft á tíđum hefur samband og tjáir sig um framtíđina. Hann er í fýlu viđ mig og hefur ekki haft samband lengi. Fariđ hefur fé betra, segi ég nú bara. Ţađ er ekkert ađ marka hann. Hins vegar hef ég haldiđ hressilega viđ konu hans og hún hefur hjalađ ýmislegt um nýbyrjađ ár. Ţetta er ţađ helsta.
Veđur á árinu
Stundum verđur reglulega kalt á landinu, einna helst í vetur. Sumariđ verđur hlýrra.
Mikiđ verđur kvartađ undan nokkrum kuldadögum í sumar sem ţó verđa hlýrri en nokkrir hlýviđrisdagar í vetur.
Fólk verđur afar ánćgt međ hlýviđrisdaga í mars sem ţó verđa mun kaldari en nokkrir kuldadagar í júlí sem ţađ mun kvarta hástöfum yfir.
Sumardagurinn fyrsti verđur daginn fyrir föstudag í lok apríl, líklega ţann tuttugasta og fimmta.
Kólna mun reglulega mikiđ eftir jafndćgur ađ hausti.
Pólitíkin
Óvenju mikiđ verđur rćtt um sveitastjórnarmál fram eftir vetri og hugsanlegt ađ efnt verđi til kosninga 29. maí.
Ţeir flokkar sem ná bestum árangri í sveitastjórnarkosningum fá fleiri menn kjörna en hinir flokkarnir. Sum frambođ ná ekki kjöri. Einstaklingsframbođ ná miklum og góđum árangri víđa um landa sérstaklega ţar sem flokkaframbođ eru ekki leyfđ. Jón Gnarr Kristinsson, borgarstjóri, mun ekki ná endurkjöri sem borgarfulltrúi.
Engum uppbótarţingsćtum verđur úthlutađ eftir kosningarnar. Fćstir núverandi ţingmanna munu ná kjöri í sveitastjórnarkosningum.
Evrópusambandiđ
Sumir vilja ganga í ESB, ađrir ekki. Gerđ verđur málmiđlun og Evrópusambandiđ mun ganga inn í íslenska ríkiđ og taka upp íslensku stjórnarskránna og Reykjavík verđi höfuđstađur Evrópu. Ţó verđur sú krafa gerđ af hálfu Evrópuţjóđa ađ hagstćđir samningar náist um undanţágur frá henni.
Til dćmis leggjast Evrópuţjóđir gegn ţví ađ íslenska verđi ađaltungumál Stóríslands, 'ţ' og 'đ' verđa ekki tekin upp í önnur tungumál nema međ samţykki í Brussel, Alţingi verđi lagt niđur og í stađ ţess sett upp Evrópuţing í Brussel, stjórnarráđiđ verđi endurskipulagt flutt til Brussel, forseti Íslands fái starf í Brussel út kjörtímabil hans, íslensk ráđherraembćtti lögđ af, Reykjavík verđi herlaus borg, fiskveiđum viđ Íslandsstrendur verđi stjórnađ frá Brussel, landbúnađur verđi bannađur á Íslandi, Brussel verđi herskipalaus borg og fleira má nefna.
Vinstri grćnir munu vilja taka upp viđrćđur viđ Evrópusambandi um máliđ enda er ţađ ţess eđlis ađ afar brýnt er ađ ţađ skiljist engu ađ síđur er flokkurinn afar hlynntur umrćđustjórnmálum svo framarlega sem ađrir tjái sig lítiđ eđa ekkert.
2x2=4
Ţingkona Framsóknarflokksins mun halda ţví fram ađ tvisvar sinnum tveir séu fjórir. Fjölmargir munu mótmćla niđurstöđunum og háskólasamfélagiđ mun rćđa máliđ á opnum fundi og fordćma konuna.
Jarđskjálftar
Miklir jarđskjálftar verđa í hafinu fyrir norđan land. Engir skađar verđa á mannvirkjum og fólk mun ekki verđa í hćttu.
Eldgos
Eldgos verđur i í maí eđa október, jafnvel í einhverjum öđrum mánuđum. Hraun mun renna. Hugsanlega verđur gosiđ ţó öskugos. Hvorki mun gjósa á Fimmvörđuhálsi né í Eyjafjallajökli. Ţó kann ađ gjósa í Mýrdalsjökli, jafnvel Kötlu. Ekki mun gjósa í Snćfellsjökli, Eyjafjallajökli eđa í Esjunni.
Forsetinn
Forseti Ísland mun halda rćđu á árinu.
Forsćtisráđherra
Forsćtisráđherra mun tjá sig í fjölmiđlum og andstćđingar hans verđa á móti ţví sem hann segir.
Sjálfstćđisflokkurinn
Bjarni Benediktsson verđur formađur Sjálfstćđisflokksins út áriđ og mun jafnframt gegna störfum í stjórnarráđinu.
Ísbirnir
Ísbirnir sem hugsanlega koma til landsins á árinu munu taka land á Hornströndum eđa á Skagaströnd.
Ferđafrelsi
Öllum Íslendingum verđur gert kleift ađ ferđast um landiđ. Ferđamálaráđherra mun selja svokallađa ferđapassa fyrir ţá sem ţess óska. Gönguferđ á Esjuna mun kosta eitt ţúsund krónur. Ferđ frá Reykjavík ađ Esjurótum í eigin bíl mun kosta tvö ţúsund krónur. Ragnheiđur Elín Árnadóttir fćr fálkaorđuna fyrir stjórnvisku sína (ţarf ađ greiđa 50.000 krónur fyrir hana).
Össur
Össur Skarphéđinsson, fyrrum ráđherra, mun gefa út bók á árinu ţar sem missagnir í síđustu bók dagbókarfćrslum síđustu bókar hans eru leiđréttar sem og misskilningur í bók Steingríms J. Sigfússonar, fyrrum ráđherra.
Hornstrandir
Fólk mun stunda gönguferđir á Hornströndum en líklegt er ađ tveir eđa ţrír gefist upp og einn og einn snúi ökkla og fari heim til sín. Eitthvađ verđur um ađ ísbirnir éti göngufólk, flestir munu ţó sleppa nema ţeir sem hlaupa aftast.
Björgunarsveitir
Nokkrum sinnum verđa björgunarsveitir kallađar út til ađ ađstođa einhverja einhversstađa vegna einhvers.
Ammmmćli
Flestir landsmenn munu eiga afmćli á árinu. Nema ţeir sem búa í útlöndum. Og ţeir sem eru dánir.
Kom- og farfuglar
Mikill fjöldi fugla mun koma til landsins í vor og fara aftur til síns heima í haust. Ţeir sem ekki ná ađ komast á brott verđa ýmist skotnir og étnir af heimamönnum eđa andast af náttúrulegum orsökum.
Kom- og farţegar
Mikill fjöldi útlendinga mun koma til landsins í skipum eđa flugvélum og flestir fara aftur til síns heima í samskonar farartćkjum. Ţeir sem ekki komast heim til sín munu gista og snćđa á vegum ríkisins í sérhönnuđum húsum viđ Stokkseyrarárborgarbakka.
Steingrímur
Steingrímur J. Sigfússon, fyrrum ráđherra og formađur VG, mun gefa út bók á árinu ţar sem missagnir í síđustu bók eru leiđréttar sem og misskilningur í bók Össurar Skarphéđinssonar, fyrrum ráđherra.
Árslok
Árinu mun ljúka međ hvelli síđla kvölds ţann 31. desember.
Ég
Ég mun skrifa nokkur blogg á árinu en byrja á ţví ađ halda framhjá eiginkonu hins draumspaka manns ... (ţetta sagđi hún frekar svona reiđilega, klćddi sig, gekk út og skellti á eftir sér). Og hún sagđi ekki einu sinni bless.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.