Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Drottinn minn taktu nú tappann úr presti
6.1.2014 | 11:03
Í Vísnahorni dagsins fjallar Halldór Blöndal um hinn lífsglaða dómkirkjuprest og hagyrðing, Hjálmar Jónsson. Hann fékk blóðtappa í fót um daginn og var það ástæða fyrir margvíslega ljóðasmíði. Í Vísnahorninu segir:
Hjálmar [Jónsson] rifjaði upp vísur Jóns Ingvars Jónssonar þegar hann fór í kransæðaaðgerð fyrir 9 árum:
Hjálmar má þola hremmingu strangaog heilsufarsbresti.Drottinn minn láttu nú dæluna gangahjá dómkirkjupresti.
Og nú um daginn orti hann í sama dúr:
Hjálmar er traustur og heiðurskall mestiog hefur það sannað.Drottinn minn taktu nú tappann úr prestiog troddonum annað.
Mikið óskaplega eiga þeir gott sem eru svo miklir hagyrðingar að geta ort á þessa leið. En það er ekki nóg að geta klambrað saman skemmtilega vísu ef húmorinn er ekki til staðar. Hjálmar orti um blóðtappann sem hrjáði hann:
Erfiðan komst yfir hjallann,
aftur kveðum nú við raust.
Blóðið rennur um mig allan
alveg fyrirstöðulaust.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 2
- Sl. sólarhring: 29
- Sl. viku: 121
- Frá upphafi: 1647017
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 100
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Ef að kastast blóð í kekki
hjá klerki sem er Guði trúr
Hann treystir bara en tekur ekki
tvisvar sinnum tappann úr.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 6.1.2014 kl. 19:20
Þakka þér fyrir þessa, Jóhannes.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 6.1.2014 kl. 19:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.