Árborg lækkar fasteignaskatt
6.1.2014 | 10:41
Fasteignaskatturinn leggst á íbúðareign fólks óháð skuldsetningu eignanna og óháð tekjum. Fjölskyldur með neikvætt eigið fé greiða jafn mikið og fjölskyldur sem hafa hreina eign. Ekki er heimilt að draga neinn kostnað frá skattstofninum þó heimilt sé að gefa takmarkaðan afslátt til eldri borgara. Skatturinn leggst þannig á barnafjölskyldur og eldri borgara án tillits til skuldakostnaðar.
Þetta segir Eyþór Arnalds, formaður bæjarráðs Árborgar, í grein í Morgunblaðinu í morgun. Í henni gerir hann grein fyrir óréttlæti fasteignaskattsins fyrir almenning og stefnu sveitarfélagsins Árborgar vegna hans.
Sveitarfélagið hefur gert áætlun þar sem fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði er lækkaður um fimmtung á þremur árum, úr 0,35% í 0,275%. Sé miðað við tuttugu milljón króna íbúð nemur lækkunin um fimmtán þúsund krónum. Þetta kann að virðast lítill peningur en skiptir þó máli fyrir buddu almennings.
Óréttlætið felst í því að fólk keypt íbúðir sínar með sjálfsaflafé sínu að meira eða minna leyti og greitt skatt af því sem og íbúðarláninu.
Eyþór hefur skilning á þessi en rökin eru fleiri og hann nefnir þau í niðurlagi greinar sinnar:
Við verðum að gæta þess að eyðileggja ekki heilbrigða hvata í samfélaginu með því að refsa þeim sem hafa náð að spara eigið fé í eigin húsnæði. Þvert á móti á að létta byrðarnar á þeim sem hafa sýnt ráðdeild og dugnað. Með þessu litla lóði okkar á vogarskálar heimilanna viljum við stuðla að heilbrigðara samfélagi. Vonandi getum við haldið áfram að lækka álögur á íbúana og gert gott samfélag enn betra.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.