Umferðin verður enn þyngri og hægari

Bílaumferðin er mjög erfið þarna; mikil umferð og fjölfarinn skurðpunktur bíla og gangandi umferðar. [...] Ég held að þessi T-gatnamót, sem fyrirhuguð eru samkvæmt breytingartillögum á deiliskipulaginu, séu besta lausnin á þessum erfiða stað. Umferðin verður öruggari, bæði fyrir bíla og þá sem eru gangandi og hjólandi. 
 
Þetta segir skipulagsfræðingur í Morgunblaðinu í morgun. Hins vegar verður að segja að ef þetta er skásta lausnin sem í boði er fyrir umferð í miðbænum þá er ekki mikið spunnið í skipulagsfræðina.
 
Staðreyndin er einfaldlega sú að umferðin um Ægisgötu, Geirsgötu, Kalkofnsveg og Sæbraut er gríðarlega hæg og erfið í dag. Þessari leið er ætlað að bera umferðina til og frá Miðbæ og Vesturbæ Reykjavíkur en stendur alls ekki undir umferðarþunganum. Og nú er vitnað í skipulagsfræðina og þannig rökstutt að hægja þurfi enn frekar á umferðinni, eins og hún gangi of hratt fyrir sig í dag. Því miður er þetta engin lausn, hvorki fyrir Miðbæinn né Vesturbæinn eða Seltjarnarnes.
 
T-gatnamót geta engan veginn til þess fallin að auðvelda umferðina. Þar af leiðandi munu myndast umferðarteppur á þessu slóðum rétt eins og og hinum staðnum sem eiga að auðvelda ferðir til og frá Vesturbæ Reykjavíkur og Seltjarnarnesi.   
 
Getuleysi borgaryfirvalda í þessum málum er hrikalegt og varla bjóðandi upp á þær lausnir sem frá þeim hrökkva. Raunar bendir margt til þess að meirihluti borgarstjórnar undir forystu Geirs Hallgrímsson hafi haft nokkuð mikið til síns mál þegar ákveðið var að lyfta Geirsgötunni upp á Tollhúsið og áfram.
 
En í dag er ætlunin að búa til T-gatnamót og tefja sem mest undir því yfirskini að umferðin verði hægari og öruggari. Þetta er auðvitað í þeim dúr að umferð sem ekki hreyfist er öruggust en varla er við því að búast að slíkt ástand standi undir því að vera um-ferð.
 
Borgaryfirvöld verða að gera sér ljóst, sætta sig við og skipuleggja göturnar með það fyrir augum að þeir sem um þær fara þurfi ekki að dvelja langtímum saman í biðröðum eða taka með sér viðlegubúnað.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband