Myndi Snowden samþykkja samning?

Sumir hefðu nú talið það meiri frétt ef Edward Snowden hefði ljáð máls á því að ræða við bandarísk stjórnvöld um að afhenda þeim fórur sínar sem varða njósnagögn. Hitt töldu allir sig vita, að enginn sjéns væri á því að stjórnvöldin myndu semja. Það geta þau einfaldlega ekki, bundin í báða skó af lögum og reglum með nokkrum undantekningum þó.

Gæti nú verið að Snowden fái einhvern tímann að lifa eðlilegu lífi í Bandaríkjunum? Hugsanlega gæti það gerst. Ástæðan er án efa sú að fjölmargir gagnrýna njósnir stjórnvalda, hleranir á símum og annað sem flestum þykir minna á stórabróður í sögu Georgs Orwell. Mönnum þykir einfaldlega staðan vera sú að til að verjast vonda liðinu sé góða liðið sett undir eftirlit. Það gengur alls ekki.

Svo er það allt annað mál hvort uppljóstrara sé svo annt um „frelsi“ sitt að hann vilji afhenda öll gögn og snúa til baka í sæluríkið. Það er bara mannlegt að hugsa þannig og líklegar auðveldara að vera hetja í einn dag en í hrútshorni alla æfi fyrir sannfæringuna. 


mbl.is Útiloka að semja við Snowden
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband