Hvor sagði hvað - eins og það skipti máli héðan af ...?

Skemmtilegt próf hjá mbl.is. Tel mig fylgjast ágætlega með stjórnmálum en hafði þó aðeins níu rétta af fimmtán. Hef þó það mér til afsökunar að ég hef ekki lesið bækur Össurar og Steingríms.

Svo mikið álit hef ég ekki á þeim félögum að ég vilji borga fyrir bækurnar þeirra eftir allt sem þeir hafa gert mér, haft af mér atvinnu, fé og næstum því sjálfstæði þjóðarinnar.

Sjálft prófið hefði mátt vera nokkuð dýpra og hvassara en hvað hefði þá orðið um skemmtigildið? Jú, menn hefðu getað látið prenta myndir af þeim félögum og farið með út í garð og kastað snjóboltum í þær. Það gæti verið mesta fjölskylduskemmtun sem hægt er að hugsa sér.


mbl.is Hvor sagði hvað?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband