Siðferðisklemma Arion banka

Ekki er heiglum hent að eiga rithöfund sem viðskiptavin. Og síst af öllu veit ég hvernig Arion banki mun snúa sér út úr þessu tilboði Einars Kárasonar, sem hann birtir á í lítilli grein á pressan.is. 

Í hverjum mánuði þarf ég að greiða Arionbanka peninga, vegna lána, vísakorts osfrv. Einu sinni á ári, eða í desember, á Arionbanki samkvæmt samningi að borga mér eitthvað, þe. endurgreiðslu (5 krónur af hverjum þúsundkalli) af verslun við tiltekna aðila.

En í stað þess að millifæra á mig upphæðina sendir bankinn bréf og býður mér að hann láta þessar krónur renna heldur til mæðrastyrksnefndar. Ég hef því gert bankanum sanngjarnt tilboð: Hann borgar mér ekki það sem hann á að greiða nú í des heldur lætur það renna til mæðrastyrksnefndar. Á móti því borga ég honum ekki það sem ég á að greiða um mánaðarmótin heldur læt þá upphæð heldur til mæðrastyrksnefndar.

Hafni bankinn þessari fullkomlega sjálfsögðu tillögu er hann augljóslega kominn í alvarlega siðferðisklemmu, treystir sér ekki til að sýna það örlæti sem hann ætlast til af öðrum.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband