Foreldrar þurfa að læra að aga börnin

Nú geri ég ekki athugasemd við það að kennarar eigi skilið að fá hærra kaup og ekki dreg ég í efa að þeir séu almennt stórmerkilegir í alla staði, sannkallað salt jarðar. Ég set aftur á móti fyrirvara við þá staðhæfingu að samasemmerki sé á milli þess fjár sem varið er til menntunar og árangurs nemenda og lít þá til þess að lítið samhengi virðist á milli þess hlutfalls af þjóðarframleiðslu sem varið er til menntunar og árangurs á PISA-prófum, hvort sem litið er til Íslands eða annarra landa. 

Undanfarin ár og áratugi hefur stéttarfélag kennara barist ötullega fyrir því að kennarar gjaldi ekki getuleysis síns. Það er trúa mín að beiti samtökin sér fyrir því að félagsmenn njóti getu sinnar og taki þátt í endurskipulagningu menntakerfisins muni takast að bæta menntun á Íslandi, en ekki fyrr en þá.

Árni Matthíasson, blaðamaður Morgunblaðsins, kemur þarna að kjarna málsins, en tilvitnunin er úr Pistli dagsins í blaðinu. Undir þessi orð tek ég fyllilega.

Staðreyndin er einfaldlega sú að ábyrgð kennara er mikil, nærri því jöfn á við foreldra. Hvað varðar þá síðarnefndu er ljóst að ekki fylgir alltaf nægur agi í uppeldi barna hvað varðar skólann. Skólinn keppur um athygli nemenda við íþróttir, (sem eru skemmtilegar) tónlist (sem er skemmtileg), tölvuleiki (sem eru skemmtilegir) og margt fleira. Undanhald skólans (sem oft er ekki skemmtilegur) þýðir einfaldlega lakari menntun.

Alvarlegast er það viðhorf margra barna og unglinga að fjölmargt í námsefninu skipti engu mál þegar til framtíðar er litið. Hvað veit barnið eða unglingurinn? Sáralítið í raun og veru. Danska skiptir máli eins og raunar öll tungumál sem kennd eru í skólum, stærðfræðin líka og einnig mannkynssagan og náttúrufræðin svo eitthvað sé nefnt. Þetta vita börn og unglingar ekki fyrr en löngu síðar er menntunin tekur á sig form í huga fólks.

Við þurfum að kenna börnum aga en framar öllu þurfa foreldrar að aga sig. Ef þeir geta ekki haldið börnum sínum að bókinni, kennt þeim iðni og ástundun eru þeir einfaldlega óhæfir.

 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband