Skattar á banka eru íþyngjandi og eiga að vera það

Bankastjórarnir kvarta yfir því að skattar séu íþyngjandi. Auðvitað hafa skattar þau áhrif, tekur því ekki að nefna það. Sama á við um viðskiptavini bankanna. Verðmæti eigna fjölmargra viðskiptavina bankanna hafa farið rýrnandi frá hruni vegna aðgerða bankanna sjálfra. Ekki flögraði að þessum stofnunum að koma nema lítilsháttar til móts við þá.

Ástæðan fyrir stöðnun í hagvexti undanfarinna ára má meðal annars rekja til bágrar stöðu almennings, atvinnuleysis og landflótta. Fólk heldur að sér höndunum við slíkar aðstæður. Fæstir vilja fjárfesta í íbúðarhúsnæði, skipta um íbúð, leggja fé í viðhald eða láta fjármagni vinna. Á þessum tíma hefur hægst um of á hringrás fjármagns í umferð og það hefur haft viðvarandi áhrif á hagkerfið og hagvöxtur hefur ekki náð sér á strik.

Hrunið kenndi okkur að það er ekki nóg að bjarga bönkunum, rukka veðlánin að fullu og ganga á eignarhlut almennings. Þjóðfélagsskipulagið gengur ekki út á annað en sanngjörn viðskipti fjármagnseiganda og skuldar. 

Ríkisstjórnin hefur nú ákveðið að leiðrétta með handafli skekkju hrunsins sem fyrri ríkisstjórn lét illu heilli undir höfuð leggjast að gera af því að hún hafði ekki kjarkinn. Nú má búast við því að skárri tímar séu framundan en auðvitað er margt eftir eins og að útrýma verðtryggingunni og gera íbúðalán sambærileg við það sem er í nágrannalöndunum. 

En guð hjálpi bönkunum um þessar mundir ef þeir ætla að láta kostnað vegna bankaskatts og endurútreikninga verðtryggðra lána bitna á viðskiptavinum sínum. Með allan sinn hagnað er þessi kostnaður hverfandi en myndi verða verulega íþyngjandi fyrir almenning. 

 


mbl.is Rýri eignarhlut ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband