Ónauðsynlegur fróðleikur

Á fjórum mínútum, milli kl. 20:01 og 20:05, fór vatnsnotkunin úr 693 l/sek. í 803 l/sek. Þetta eru þær fjórar mínútur frá því Mandszukic var rekinn út af og þar til flautað var til hálfleiks. 

Flokkast þetta ekki sem ónauðsynlegur fróðleikur? Ef til vill má búast við nánari greiningu á frárennslinu, helst miðað við hverfi á höfuðborgarsvæðinu og þá líklega er best að fá meðaltal eftir íbúum, jafnvel eftir götum. Að lokum væri hægt að verðlauna þá götu eða hverfi sem minnst eða mest lætur frá sér.

Það er ekki að spyrja að þeim þarna hjá Orkuveitunni. Mér skilst jafnvel að þeir viti frárennslið eftir íbúðum. Og allar þessar upplýsingar eru sendar áfram til Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna - held ég. 


mbl.is Allir samtaka í að pissa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sennilega má telja flestar mælingar sem fróðleiks sem er einskis virði. Mér þótti kyndugar upplýsingarnar á síðasta rafmagnsuppgjöri, dags. 8.11. s.l.:

„Uppruni raforku OR eftir orkugjöfum árið 2012:

Endurnýjanleg orka 66%, jarðefnaeldsneyti 19%, kjarnorka 15%. Birt skv. reglugerð 757/2012“.

Hvergi er minnst á jarðgufuver eins og þau sem eru á Nesjavöllum og Hellisheiðarvirkjun. Eftir þessu rekur Orkuveita Reykjavíkur kjarnorkuver. Þá er vísað í www.or.is/upprunaabyrgdir

Annað hvort er þessi síða ekki verið til eða henni hefur verið lokað.

Eg sendi auðvitað strax fyrirspurn en starfsmenn Orkuveitunnar virðast vera svo upptekna að rýna í mæla að þeir hafa ekki enn gefið sér tóm að svara gömlum kalli í Mosfellsbæ. En þetta stendur svart á hvítu á reikningum og tel það vera rétt meðan ekki hefur verið leiðrétt.

Guðjón Sigþór Jensson, 20.11.2013 kl. 00:18

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Ef þetta er ekki fróðlegt þá veit ég ekki hvað, Guðjón ... Kjarnorkuver?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 20.11.2013 kl. 00:24

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Satt best að segja veit eg ekkert betur en að þessar upplýsingar voru á miðanum sem eg fékk sendan. Fékkstu ekki líka svona miða?

Guðjón Sigþór Jensson, 21.11.2013 kl. 14:49

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Nei, fæ reikninginn á heimabakann og sannast sagna skoða ég hann ekki. Man ekki til þess að hafa verið rukkaður fyrir kjarnorku.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 21.11.2013 kl. 14:50

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

en þessar upplýsingar standa þarna svart á hvítu, hvort þetta sé prentvilla eða mistök veit eg ekki.

Guðjón Sigþór Jensson, 21.11.2013 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband