Pólitísk afskipti Landsvirkjunar eru óþolandi

Fyrirtæki sem þrífast á virkjanaframkvæmdum sem leggja undir sig náttúruna og gjörnýta auðlindir hennar, eiga ekki ráða ferðinni í þessu máli. Þetta er mál sem hefur víðtæk áhrif á alla Íslendinga. Það verður að koma í veg fyrir að Ísland gangi í gildru samninga við evrópsk orkufyrirtæki og ríkisstjórnir, samninga sem reynast vera óhagstæðir fyrir þjóðarhag þegar málið er skoðað frá öllum hliðum. Íslendingar eiga betra skilið.

Hér er vel komist að orði í niðurlagi athyglisverðrar greinar Í morgunblaðinu í morgun um jarðstreng frá Íslandi til Evrópu. Höfundurinn er Höfundur er Roger Croft, fyrrverandi framkvæmdastjóri Náttúruverndar Skotlands, en „hann hefur veitt ráðgjöf um landgræðslu og náttúruvernd á Íslandi um langt árabil“, eins og segir í kynningu með greininni. 

Þarna er Roger Croft að tala um Landsvirkjun sem hefur gert sig breiða á undanförnum árum og fullyrt að miklir peningar séu í húfi fyrir þjóðina verði lagður jarðstrengur. Landsvirkjun hefur minna rætt um hvaðan orkan eigi að koma, hvernig virkjanir eigi að búa til og í því liggur vandinn. Svona pólitísk afskipti Landsvirkjunar eru ekki þolandi. Við höfum enga þörf á afskiptasemi stofnunar sem á einungis að vinna að framkvæmdum sem þeim eru fyrirskipaðar.

Pólitísk afskipti Landsvirkjunar eru engu öðru lík nema ef ske skyldi hvernig Seðlabankinn hefur komið fram á undanförnum árum með hrapalegum afskiptum af Icesave og yfirlýsingum um ómögulegar aðgerðir núverandi ríkisstjórnar á skuldastöðu heimilanna.

Báðar þessar stofnanir eiga að halda sér saman og ekki vera með yfirlýsingar nema óskað sé eftir þeim. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Enda flestir umhverfissinar, sem plantað var í stjórn Landsvirkjunar, ekki rekstrarfólk.

Ívar Pálsson, 19.11.2013 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband