Jarðskjálftahrina við Vífilsfell

Skjalftar2

Mikil jarðskjálftahrina hefur verið í dag og í gær í og við Vífilsfell. Þar hafa orðið um eitthundrað jarðskjálftar frá því um miðnætti. Þeir dreifast lítið, eru raunar allir í Vífilsfelli og austan við það, í Jósefsdal og fyrir framan hann.

Flestir skjálftarnir eru undir einu stigi. Þó eru á annan tug yfir einu stigi og að minnsta kosti einn yfir tveimur.

Skjálftarnir eru án efa í beinu framhaldi af jarðskjálftahrinum sem verið hafa vestar á Reykjanesi. Í fyrra og á þessu ári voru hrinur við Eldey. Í haust var mikil hrina við Sandvík á Reykjanesi og síðan hafa orðið stöku skjálftar austar og í síðustu viku fóru að finnast skjálftar við Húsmúla við Hengil, í næsta nágrenni við „Hellisheiðavirkjun“. Varla er það svo að skjálftarnir séu vegna niðurdælingar, til þess eru þeir of margir og dreifðir.

Í síðustu viku fóru að finnast skjálftar í kringum Vífilsfell og þar skelfur nú jörðin, rétt eins og við Húsmúla og Sandvík áður. 

Skjalftar

Það merkilegast við þessa hrinu er að nú mælast jarðskjálftar undir þéttbýli og tengjast líklega þessari hrinu í Vífilsfelli. Til dæmis voru í morgun skjálftar við Selásskóla og einnig við götuna Vættaborgir í Grafarvogi. 

Efri myndin er af jarðskjálftakorti Veðurstofunnar og þar má sjá rauða þyrpingu depla við Vífilsfell.

Betra er þó að skoða Google Maps, sjá hér, og þar sést hvernig örvarnar benda á upptökustaði skjálfta í kringum Vífilsfell. Rauða strikið bendir á Vífilsfell.

Ég man ekki eftir jarðskjálftum á þessum slóðum síðustu árin, að minnsta kosti ekki svona miklum. Held þó að þessir skjálftar séu nú ekki fyrirboði um eitt eða neitt. Einungis að hrinur á Reykjanesi hliðrast til og frá. Þegar eitthvað gerist í kringum Eldey kann það að enda með jarðskjálftum við Vífilsfell eða Hengil, jafnvel enn ofar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kanski hann fara að gjósa einhverntímann?

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 18.11.2013 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband