Ósköp eðlilegt að netnotkun eldra fólks sé 80%

Fyrir tuttugu til þrjátíu árum árum voru tölvur að að festa sig nokkuð í sessi. Fólk er núna 65-74 ára var þá 35 til 44 ára. Fjölmargir áttu þá tölvu og kunnu að nota hana og hafa gert síðan og tekið þátt í netvæðingunni sem síðar varð.

Finnst einhverjum það merkilegar fréttir að þetta sama fólk skuli enn þann dag í dag nota tölvur? Eða átti fólk á þeim tíma sem liðinn er að hafa hætt að nota tölvur? Nei, þannig gerast hlutirnir ekki ekki frekar en þeir sem eru læsir hætti einhvern tímann á lífsleiðinni að lesa.

Í þeirri könnun sem frá er sagt í frétt mbl.is kemur fram að fimmtungur fólks á aldrinum  ár fer aldrei á netið ... Þessu er snúið á haus. Í heildina fer 79% fólks á þessum aldri á netið og það er stórkostleg frétt og bendir ekki til þess að þetta fólk eigi að skilgreina sem „aldrað fólk“. Miklu frekar sem vel upplýst fólk sem fylgist með tækninni og nýtir sér hana.

Munum að eftir því sem tímar líða verða fleiri og fleiri sem áður hefðu talist „aldraðir“ í miklu betra formi og miklu ferskara heldur en forfeður þeirra. Vandinn verður þá að þetta fólk fái verkefni við hæfi en sé ekki sett út af vinnumarkaði gegn vilja sínum. 


mbl.is Eldra fólk notar netið meira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Sigurður! orð að sönnu, þetta ættu allir að sjá og vita.

Eyjólfur G Svavarsson, 18.11.2013 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband