Fyrir hvað eru Jón Gnarr og Dagur að hrósa sér og hæla?

Maður nokkur hótar að berja annan. Nærstaddir skerast í leikinn og hvetja hann til að hafa hemil á sér sem og hann gerir og blóðsúthellingum er afstýrt. Já, ég er friðarins maður, segir sá sem hótaði.

Hvernig eigum við að taka yfirlýsingum vinstri flokkanna í borgarstjórn sem hafa ákveðið að draga til baka hækkanir á gjaldskrám borgarinnar.

Forystumennirnir eru auðvitað vissir um eigið ágæti og hæla sjálfum sér á hvert reipi. Jón Gnarr, borgarstjóri, segir:

Með þessu viljum við sýna vilja okkar í verki og leggja okkar af mörkum til að hér náist sátt um að efla kaupmátt og almenn lífskjör í landinu.

Og formaður borgarráðs, Dagur B. Eggertsson, lætur ekki sitt eftir liggja.

„Við lítum á þetta sem framlag til komandi kjarasamninga.

En, augnablik ... Hvað gerðu blessaðir mennirnir. Jú, þeir telja það sér til tekna að hafa hætt við gjaldskrárhækkanir, hrökklast til baka með það sem þeir áður töldu vera bráðnauðsynlegt fyrir borgina.

Hvers konar hringlandaháttur og bull er þetta. Jú, jú, eflaust er það gott að gjaldskrárnar hækki ekki.

Það hefði hins vegar verið meiri manndómsbragur ef í upphafi hefði Jón Gnarr og Dagur tilkynnt um 25% hækkun á gjaldskránum eða jafnvel 50% hækkun ... jú, jafnvel tvöföldun. Þá hefði afturköllunin í öllum tilfellum verið miklu meira „framlag til komandi kjarasamninga“. 


mbl.is Borgin hættir við hækkanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það skyldi þó ekki hafa með það að gera að það eru kosningar næsta vor?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.11.2013 kl. 13:02

2 Smámynd: Ragnar Þórisson

Já góðan daginn! Ég get alveg verið sammála því að þetta lykti svolítið af pólitískum leik en samanburður þinn við gróft ofbeldi er alveg út úr kortinu.

Ragnar Þórisson, 14.11.2013 kl. 13:51

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Jú, að skyldi þó aldrei vera, Ásthildur.

Auðvitað er þetta pólitískur leikur, dálítið barnalegur. Samanburðurinn við ofbeldið er enginn heldur bara að sýna hversu auðvelt er fyrir ofbeldismanninn að sýnast friðsamur. Held að merkingin komist til skila þó ég sé illa skrifandi.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 14.11.2013 kl. 14:00

4 Smámynd: Ragnar Þórisson

Jújú, merkingin komst til skila þótt þetta hafi verið svipað barnalegt og pólitíski leikurinn.

Ragnar Þórisson, 14.11.2013 kl. 16:08

5 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Merkilegt að jafn vel gefinn maður og blogghöfundur virðist nú vera, skuli láta svona hundalógík frá sér fara. Sennilega eru það hinar illræmdu flokkstaugarnar sem þarna hafa náð yfiröndinni, en þær valda því stundum að hið vænsta fólk missir fótanna.

Það kom örugglega engum á óvart að fyrirhugað væri að hækka gjaldskrár ánæstunni, enda lenska að hafa upp í kostnaðarhækkanir með hækkun gjalda, sem svo rúlla inn í næsta tímabil. Nú hverfa menn frá þessari leið og skora á fleiri að gera slíkt hið sama. Og blogghöfundur tuðar yfir því!

Þá finnst blögghöfundi eitthvað undarlegt við það að forsvarsmenn borgarinnar skuli taka undir það með málsmetandi aðilum í þjóðfélaginu að þetta sé vel til þess fallið að tækla verðbólgu og liðka fyrir samningum - og sé nú bara nokkuð gott hjá þeim. Í þann sama streng munu taka ekki ómerkari aðilar en "aðilar vinnumarkaðarins", ásamt forsvarsmönnum ríkis og sveitarfélaga. Og að sjálfsögðu mun hæstvirtur fjármálaráðherra snarlega bætast í þann hóp, enda ekki hægt annað.

Haraldur Rafn Ingvason, 14.11.2013 kl. 16:12

7 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þakka þér nú fyrir að hafa fyrir því að segja mig hugsanlega vel gefinn. Hræddur er ég nú um að það sé nú ekki alveg rétt eins og margir geta borið um.

Nei, minn kæri. Ég var ekki að tuða yfir afturkölluninni heldur hinu að menn skuli hrósa sér af slíku.

Í upphafi hefðu þeir Gnarr og Dagur átt að hugsa út í afleiðingarnar fyrir kjör okkar almennings þegar þeir samþykktu hækkanirnar. Ekkert annað.

Það er einstaklega ódýrt að samþykkja hækkanir og bakka síðan með þær þegar ASÍ og fjöldi annarra mótmæla.

Hann þótti nú ekki merkilegur sem sagði: Fyrst enginn hrósar mér þá neyðist ég til að gera það sjálfur.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 14.11.2013 kl. 18:03

8 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

 

Þeir sem ákveða hækkanir til að geta slegið sig til riddara með því að lækka þær síðar, geta engan vegin verið annað en ómerkingar.

Hrólfur Þ Hraundal, 14.11.2013 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband