25 Skálafell á landinu af ýmsu tagi

Skálafell kort

Hvernig verđa örnefni orđiđ til? Landsmenn hafa auđvitađ nefnt stađi, sum nöfn hafa náđ ađ festast um sinn, kynslóđir geyma örnefnin, gleymt öđrum, búiđ til ný ţegar ţađ hefur hentađ.

Skađinn er hins vegar ekki mikill fyrr en međ breyttri landnotkun. Ţar af leiđandi hefur gildi örnefna aukist, ekkert mun koma í stađ ţeirra sem tapast vegna ţess ađ notkun landiđ er ađ breytast hröđum skrefum.

Eigendur hafa ekki nú sömu ţörf fyrir örnefni, landslagiđ liggur ljóst fyrir á kortum og punktum og svo hrođalega framtíđarsýn gćti blasađ viđ ađ stađir beri einungis tölur en ekki nöfn. 

Skalafell á Reykjanesi

Ţá má spyrja hvor nefna megi stađi sem ekkert nafn bera? Hin breytta landnotkun felur t.d. í sér ađ ferđamönnum fjölgar og ţeir hafa annan skilning og ađra ţörf fyrir örnefni en fjárbćndur og hestamenn liđins tíma.

Hvernig geta örnefni náđ ađ festast í sessi ef bannađ er ađ nefna stađi?

Skalafell Drapuhlidarfjall

Ég er ekkert tiltakanlega fróđur um örnefni en hef af ţví mikla ánćgju ađ rýna í ţau. Eiginlega hef ég mestallt mitt vit frá Ţórhalli Vilmundarsyni sem eitt sinn var forstöđumađur Örnefnastofnunar Ţjóđminjasafnsins og ţar var gefiđ út ritiđ Grímnir, stórmerkilegt rit um örnefni og skýringar ţeirra.

Ţórhallur er höfundur svonefndrar náttúrunafnakenningar sem byggir á ţví ađ örnefni eigi uppruna sinn frekar í umhverfinu heldur en í nöfnum og sögum.

Um daginn var ég eitthvađ ađ velta fyrir mér fjallinu Skálafell sem er austan viđ Esju og Móskarđshnúka. Ţađ leiddi til ţess ađ ég fór ađ telja Skálafellin á landinu. Ţau eru ađ minnsta kosti ellefu og líklega frekar fimmtán, jafnvel fleiri. Afleidd nöfn eru mörg, til dćmis Skálafellsöxl, Skálfellssel og fleiri.

Skálafell í Kjós

Eitt fjall ber nafniđ Skálarfell og fimm fjöll bera nafniđ Skálarfjall. Ţví til viđbótar eru til afleidd örnefni eins og Mánaskálarfjall, Skessuskálarfjall, Smjörskálarfjall.

Auđvitađ fór ég ađ hugsa um nafniđ, hvađan skálin kemur sem fast er í nafninu. Ţórhallur Vilmundarson hefur skrifađ um Skálafell í Grímni og segir (vitnar međal annars í Jónas Magnússon í Stardal (greinaskil eru mín)):

 Sunnan í S. [Skálafelli] norđan Mosfellsheiđar „er hvilft, er heitir Skál, sem felliđ dregur nafn af. Ţar hefur felliđ einhvern tíma sprungiđ fram. Talađ er um ađ „fara upp í Skálina“.“ (Örn.).

Skálafell viđ hellisheiđi

Ýmis fleiri Skála-örnefni eru dregin af no. skól ´hvilft´, sbr. fjallsheitiđ Skĺla í Noregi (NSL 286).

Skálafell,. -fjall eru algeng fjallanöfn á Íslandi, og kunna sum ţeirra ađ vera líkingarnöfn, ţar sem lögun ţeirra minnti á skála, sbr. sum Búrfell.

S. [Skálafell] sunnan Hellisheiđar minnir á húsburst séđ úr Ölfusi og mćtti verl slíkt líkingarnafn.“ 

Ég hallast nú helst ađ ţví ađ nafniđ Skálafell sé dregiđ af skál sem myndast hefur viđ berghlaup úr fjallinu. Ţetta getur ţó ekki veriđ einhlítt. Fjölmörg Skálafellin eru án 'skálar' og ţar eru engin berghlaup. Ţessi fjöll minna helst á skál á hvolfi.

Efsta myndin er af Skálafelli á Reykjanesi. Á henni sést Reykjanesviti sem stendur á litlu felli og hćgra megin á myndinni er mikill skjöldur sem heitir Skálafell. Ţar er ekkert berghlaup og nafniđ hugsanlega dregiđ af orđinu skál. Ţó veit ég ekki hvort orđiđ 'skál' hafir veriđ til á söguöld eđa hvenćr ţađ birtist í málinu.

Á nćstefstu myndinni er Drápuhlíđarfjall, litríkt og fagurt. Viđ rćtur ţess, vinstra megin á myndinni er hamrabelti og ţar held ég ađ heiti Skálafell. Lögunin er ekkert ólík Skálafelli viđ Hellisheiđi en mynd af ţví er hérna fyrir ofan, hćgra megin.

Í Kjós er Vindáshlíđ og ţar fyrir ofan er fjalliđ Sandfell, keilulagađ og formfagurt. Ţriđja myndin hér fyrir ofan er af Sandfelli og glittir í Hvalfjörđinn enda myndin tekin af Skálfelli viđ Mosfellsheiđi. Lítiđ Skálafell mun vera hćgra megin viđ Sandfell, en ekki get ég fundiđ ţví stađ. Ţađ hlýtur ađ vera frekar lítiđ.

Ţannig er ţađ eiginlega međ mörg Skálafellin á landinu. Ţau eru frekar lítil og sjást ekki vel tilsýndar. Ţannig er ţađ međ ţau sem eru á heiđum fyrir austan. Önnur fjöll sem bera nafniđ finnast á öđrum fjöllum eđa fjallshryggjum. Ţannig er ţađ međ Skálafellin á Skorradalshálsi, á Ţverárhlíđ og víđar. Önnur eru tengd öđrum fjöllum órjúfanlegum böndum eins og Skálafell viđ Hesteyrarfjörđ sem tengist Lásfjalli og Skálarfjall í Hafursey.

Ég ţekki ekki Skálafellin ţrjú á Sandvíkurheiđi en ţau nefnast Austasta-Skálafell, Miđ-Skálafell og Vestasta-Skálafell en ekkert ber nafniđ Skálafell.

Á suđaustanverđu landinu er Skálafellsjökull, Skálafellshnúta og bćirnir Skálafellssel og Skálfafell. hvergi er ţó ađ finna hiđ eiginlega Skálafell, eftir ţví sem ég best fć séđ á landakorti. Hins vegar gćti ég trúađ ţví ađ Skálafellshnúta hafi áđur heitiđ Skálafell, dreg ţá ályktun af lögun fjallsins. Ţađ er skálarlaga.  

Enn er margt ósagt um Skálafellin á landinu en ţó er ljóst ađ örnefnin finnast víđa um land, eru ekki bundin viđ einhvern einn landshluta. 

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband