Hálfsannleikur Steingríms um ađildarumsóknina ađ ESB
6.11.2013 | 11:25
Orđrétt segir Steingrímur um ţá ákvörđun ađ setja ESB-ađild á verkefnalista ríkisstjórnarinnar: Mín hugsun var sú ađ loks vćri ţá hćgt ađ fá einhvern botn í ţetta mál sem hafđi hangiđ svo lengi yfir okkur. Viđ skyldum bara láta á ţetta reyna.
Steingrímur segir ađ sú niđurstađa ađ fallast á ađ Össur Skarphéđinsson, ţáverandi utanríkisráđherra, legđi fram tillögu um ađildarumsókn ađ ESB hafi veriđ sér á móti skapi, en hún var sem kunnugt er samţykkt 16. júlí 2009.
Ţetta segir í frétt á blađsíđu 12 í Morgunblađinu í morgun. Í henni er fjallađ um ESB umsókn síđustu ríkisstjórnar og vitnađ í bók Steingríms J. Sigfússonar, fyrrverandi ráđherra, en hún nefnist Frá hruni og heim.
Steingrímur rćđir í raun ekkert um ástćđuna fyrir ESB umsókninni heldur telur ađ ţurfi ađ fá botn í máliđ og ţađ hafi einungis veriđ hćgt međ ţví ađ sćkja um ađild.
Ríkisstjórnin sótti blindandi um ađild, vissi ekki eđa leyndi ţví hvernig ađild ađ ESB fer fram. Ráđherrarnir töluđu jafnan um samning sem alls ekki er niđurstađa ađildarumsóknar. Í ţokkabót reynir Steingrímur ađ komast hjá ţví ađ rćđa hina raunverulegu ástćđu fyrir umsókninni og hvers vegna Vinstri grćnir samţykktu hana ţvert á stefnuskrá sína.
Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblađsins, áttar sig betur á ţví sem ađ baki umsóknarinnar lá. Hann segir á Evrópuvaktinni:
Skýringar Steingríms J. Sigfússonar, fyrrverandi formanns VG á svikum hans og flokksins í ESB-málum í nýrri bók hans eins og ţeim er lýst í Morgunblađinu í dag ganga ekki upp. Ţađ eru engin rök fyrir ađildarumsókn ađ hún hafi veriđ lögđ fram til ţess ađ máliđ vćri ekki hangandi yfir íslenzkum stjórnmálamönnum.
Ţađ var til önnur leiđ til ţess ađ hreinsa ţađ út af borđinu ef ţetta var ađal áhyggjuefni Steingríms J. Sú ađferđ var einfaldlega ađ spyrja ţjóđina í ţjóđaratkvćđagreiđslu hvort hún vildi sćkja um eđa ekki. Ţar međ var komin niđurstađa á hvorn veginn, sem hún hefđi orđiđ og ţađ međ lýđrćđislegum hćtti og máliđ ekki lengur hangandi yfir Steingrími J.
Ţađ er hins vegar hćgt ađ hafa samúđ međ Steingrími J. í tilraunum hans til ađ útskýra afstöđu sína vegna ţess ađ hana er ekki hćgt ađ útskýra nema međ ţví ađ segja sannleikann.
Sannleikurinn var sá, ađ Samfylkingin neitađi ađ mynda ríkisstjórn međ VG nema sótt yrđi um ađild. Í stađ ţess ađ láta lýđrćđiđ ráđa samdi Steingrímur J. um ţađ á bak viđ lokađar dyr ađ svíkja stefnu eigin flokks til ţess ađ komast í ríkisstjórn.
Auđvitađ var ţjóđaratkvćđagreiđsla eina leiđin til ađ útkljá ţetta mál sem hafđi hangiđ svo lengi yfir okkur, eins og Steingrímur orđar ţađ. Steingrímur og félagar hans vildu ekki ţjóđaratkvćđagreiđslu vegna ţess ađ Samfylkingin óttađist niđurstöđurnar.
Ţessi litla tilvitnun úr bók Steingríms er í hnotskurn ástćđan fyrir ţví ađ almenningur metur stjórnmálamenn lítils. Ţeir víkja margir umsvifalaust frá stefnu sinni og hugsjónum ţegar ţađ hentar. Og ţjóđin er ekki einu sinni spurđ álits í jafn viđamiklu máli og ađild ađ ESB.
Steingrímur lćtur sér sćma ađ flytja hálfsannleika en gerir ţađ svo mćtavel eins og hans er von og vísa ađ margir eiga eftir ađ trúa honum. Ţetta ćtti nú ađ kenna okkur, almenningi ţessa lands, kjósendum, ađ láta ekki kjaftaskanna stjórna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Flott grein hjá ţér, Sigurđur, ţú malar hann alveg, manninn!
Og góđur er texti Styrmis, sem ţú tekur hér upp.
Ţađ er ekkert eftir af trúverđugleik Steingríms J., og skrif hans um ESB-máliđ og Icesave-máiđ, ásamt skćtingi í garđ forseta Íslands, bjargvćtts ţjóđarinnar frá Icesave-svikasamningunum, hafa sízt bćtt úr skák fyrir honum. Hann á ađ lúta dómi EFTA-dómstólsins og ţjóđarinnar í tveimur ţjóđaratkvćđagreiđslum og endurkjöri Ólafs Ragnars til embćttis í 4. sinn og ennfremur síđustu kosningum sem véku vinstri flokkunum til hliđar og gáfu Samfylkingu 12,9% eftir "frammistöđuna", ađ ţví ógleymdu hvernig Steingrímur sjálfur neyddist til ađ víkja úr sćti formanns VG, ekki tćkur lengur sem slíkur.
Og landsdómsmáliđ ... !!!
Jón Valur Jensson, 6.11.2013 kl. 11:43
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.