Svínin eru komin með völdin og þau njósna
30.10.2013 | 15:21
Stjórnkerfið í Hvítahúsinu og í Washington byggist á því að verja forseta Bandaríkjanna fyrir öllum hættum, hvort heldur þær er beinast að lífi hans eða málefnalegri stöðu. Þar af leiðandi mun kerfið kasta sér fyrir kúlurnar, koma í veg fyrir að orðstír hans verði fyrir skaða vegna njósna um þjóðarleiðtoga í Evrópu og víðar.
Mikilvægt er að vörnin sé sennileg og því þarf að fleygja einhverjum fyrir ljónin, láta einhvern eða einhverja taka sökina. Þar af leiðandi mun draga til tíðinda einhverja næstu daga er varaforstjóri CIA og taðgengill vara, varaformanns NSA eða einhverjir álíka munu þurfa að taka pokann sinn. Þá verður þetta eins og í Sovét forðum daga er menn játuðu á sig upplognar sakir til að halda trúverðugleikanum.
Vandinn er auðvitað sá að velja þá menn til að taka sökina sem stofnanirnar geta verið án. Þeir mega samt ekki vera of valdalitlir og alls ekki of neðarlega í goggunarröðinni.
Til að vega upp á ljótum fréttum um njósnir Amríkumanna munu brátt koma ítarlegar hannaðar fréttir af njósnum evrópskra stofnana hingað og þangað um Evrópu og Ameríku.
Loksins verður haldinn hálfleynilegur fundur. Þar verður ábyggilega samþykkt að færa stöðu mála til þess dags þar sem allir njósnuðu um alla, allir vissu það og höguðu orðum sínum og gerðum í því samræmi. Tilgangurinn með öllu þessu brölti er að almenningur hætti að hafa áhyggjur af njósnunum en þar stendur hnífurinn í kúnni.
Staðreyndin er einfaldlega sú að svínin eru komin með völdin, svo tekið sé mið af Dýrabæ Georg Orwells. vondu kallarnir í Sovét eru farnir alla vegi veraldar, Kína er kapítalískt, Norður-Kórea kemst hvurgi en ofurtrúaðir hryðjuverkamenn eru sagðir út um allt rétt eins og púkarnir á miðöldum eða kommónistarnir í kalda stríðinu. Þess vegna þarf að njósna um þig og mig.
Mafíurnar, vélhjólasamtökin og annar glæpalýður fær hins vegar að vaða víðast hvar uppi og þeim halda engin landamæri enda flest niðurlögð í Evrópu og Amríku, svo fremi sem þetta pakk reyni ekki að skjóta á forseta Bandaríkjanna. Þá fyrst myndi nú reyna á njósnir og gagnnjósnir.
Útilokað að Obama hafi ekkert vitað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:23 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.