Uppgangurinn og hrunið varð á höfuðborgarsvæðinu

Hagvoxtur

Á Norðurlandi, Suðurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum varð hvorki kreppa né samdráttur eftir 2007, nema þá í mjög stuttan tíma. 

Þetta segir höfundar skýrslunnar „Hagvöxtur landshluta 2007-2011" en um hana er fjallað í frétt í Morgunblaðinu í morgun og verða þetta að teljast afar merkilegt.

Gera má ráð fyrir því að sambærileg skýrsla, yrði hún skrifuð, muni sýna að uppgangur á árunum fyrir hrun hafi einkum verið á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi, síst á norðursvæði Vesturlands, Vestfjörðum, Norðurlandi, stórum hluta Austurlands og Suðurlandi. Að minnsta kosti er þetta reynsla flestra á landsbyggðinni og þar á meðal þess sem þetta ritar.

Tvisvar fór allt á hliðina á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni þess, uppgangur og síðan hrun. Þessa veltings varð síður vart víða um landsbyggðina nema hvað verðlag varðar. Þar er allt í föstum skorðum. Sem dæmi um það eru atvinnuleysistölur sem aldrei urðu viðlíka háar og á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. Ástæðan er einföld og hún er sú að atvinnuleysi leitaði ávallt í jafnvægi á landsbyggðinni. Viðbrögð fólks við atvinnuleysi var oft að flytjast til Reykjavíkur.

Miklar líkur eru á því að hagvöxtur á Norðurlandi eystra hafi verið svipaður og á Norðurlandi vestra en Akureyri skekkir án efa niðurstöðurnar í landshlutanum. Sama er án efa að segja um Austurland. Sé virkjunarframkvæmdirnar við Kárahnúka og bygging álversins í Reyðarfirði tekin út fyrir sviga má gera ráð fyrir að hagvöxturinn á svæðinu kunni að vera álíka eins og á annars staðar á landinu. 

Niðurstaðan er því einfaldlega sú að vandinn sem skapaðist á höfuðborgarsvæðinu hafði talsverð áhrif um landsbyggðina. Vöruverð spyr ekki um hreppamörk né heldur skuldastaða lána sveitarfélaga og fyrirtækja. Að öðru leyti virðist landsbyggðin hafa þrifist ágætlega og veltingurinn lítil áhrif haft.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Hrunið kom ekkert við okkur hér við Grundarfjörð, að öðru leiti en því, að ýmsar vörur hækkuðu skyndilega um 60 til 100% en sá munur seig síðar niður að 60 sextíu prósentunnum. 

En af völdum ríkisstjórnar Jóhönnu og Steingríms þá fór atvinnu lífið að hægja á sér hálfu öðru ári á eftir og árið í ár sýnist ætla að verða það rýrasta hingað til.  

Það er ekkert einfalt að rétta hag heimilis sem hefur þurft að þola afglapa fyllerí húsbóndans í fjögur ár.    

Hrólfur Þ Hraundal, 18.10.2013 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband