Abraham Lincoln um tilvitnanir á netinu

Víkverji í Morgunblaðinu á tilvitnun dagsins, og líklega þá stórkostlegustu. Hann ræðir um fleygar tilvitnanir og dregur margar upp úr farteskinu. Svo segir hann:

Svo er auðvitað kapítuli út af fyrir sig hvort taka eigi slíkar upptalningar trúanlega, þótt tilgangur þeirra virðist göfugur.Því, eins og segir í einni frægustu tilvitnun Internetsins: „Vandamálið við tilvitnanir á Internetinu er að þú getur ekki alltaf stólað á að þær séu réttar,“ sagði Abraham Lincoln, árið 1864.

Sá sem hefur hugsað sér að gera einhverjar athugasemdir við ofangreint ætti að hugsa sig tvisvar um.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband