Allt byrjaði þetta með mistökum Björns og Guðbjarts
27.9.2013 | 20:51
Rök Björns Zoëga fyrir því að hætta sem forstjóri Landspítalans vekur upp nokkrar hugsanir. Fyrir það fyrsta vakti það þjóðarathygli á síðasta ári er hann óskaði eftir launahækkun á fundi með þáverandi velferðarráðherra, Guðbjarti Hannessyni.
Á sama tíma og Björn óskaði eftir launahækkuninni var gríðarleg óánægja allra starfsmanna með laun sín og fullyrða má að þegar Guðbjartur velferðarráðherra varð við launahækkun Björns hafi Landspítalin beinlínis hrokkið niður af þeirri rekstrarlegu bjargbrún sem forstjóranum er tamt að tala um núna. Allar starfstéttir spítalans reiddust og friðurinn var úti. Það voru því Björn og Guðbjartur sem settu spítalann í þá stöðu hvar engin leið fannst til baka.
Þar að auki voru rök Björns fyrir launahækkuninni ekki þau að ábyrgðin væri mikil, hann væri önnum kafinn eða vinnutíminn væri svo langur. Nei, rök forstjórans voru þær að hann væri læknir og vildi líka sinna læknisstörfum með forstjórastarfinu ... Sem sagt hann ætlaði að sinna tveimur störfum í einu og fá vel útilátin laun fyrir hvort tveggja.
Er það að furða þó aðrir starfsmenn hafi um stund staðið agndofa og síðan ákveðið að krefjast launahækkana.
Skipperinn er sem sagt kominn í björgunarbátinn og heldur því fram að skipið sem er á hliðinni sé ekki að sökkva, það sé bara með gangtruflanir og hann varar við því að það kunni að sökkva.
Nei, það er alltof seint fyrir fráfarandi forstjóra að halda því fram að gjörðir hans hafi ekkert með stöðu Landspítalans að gera. Björn gerði stórkostleg mistök með launakröfu sinni á síðasta ári og pólitískt dómgreindarleysi Guðbjarts Hannessonar var hrikalegt. Hins vegar má alveg spyrja þeirrar spurningar hvort axarskaft þeirra tvímenninga hafi einfaldlega orðið til þess að flýta því óhjákvæmilega. Varla ber að þakka fyrir það ef rétt er?
Staða mála kennir okkur það eitt að læknisfræðimenntun og rekstrarfræðileg menntun er tvennt ólíkt. Höldum læknum frá forstjórastarfinu og fyrir alla muni höldum rekstrarfólkinu frá skurðstofunum.
Fjárlögin ástæða uppsagnarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Óttalega nær minni þitt skammt Sigurður.. ætli þú verðir ekki að leita lengra aftur til að ná byrjun á niðurskurði til Landspítala...en svona er þetta víst með Sjálfstæðismenn... það er ekkert líf fyrir 2008.
Jón Ingi Cæsarsson, 28.9.2013 kl. 00:40
Sammála, Sigurður
Gunnar Th. Gunnarsson, 28.9.2013 kl. 00:44
Ég vil þakka Birni Zoega fyrir hans frábæru störf. Það er ekkert athugavert við það að biðja um launahækkun og hefur aldrei verið. Ábyrgðin á klúðrinu og allri óánægju bylgjunni á eftir, ber auðvitað ráðherra.
Jón Ingi.
Það að það hafi verið hagrætt fyrir 5 árum afsakar ekki að það sé skorið inn að beini fjögur ár þar á eftir í sjálfu heilbrigðiskerfinu, eingöngu til þess að geta bruðlað í öðrum ráðuneytum.
Snorri Hansson, 28.9.2013 kl. 08:21
Sammála ,Sigurður að öllu leyti.
rhansen, 29.9.2013 kl. 08:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.