Vaninn er harður húsbóndi

Styttingar í ritmáli eiga flestar ef ekki allar rót sína að rekja til blýsetningar á ritum, ritvéla og annarrar gamalla nauðsynja. Flestar þeirra eiga eiga ekki við lengur.

Svo fastir eru margir í þessu að enn rita þeir t.d., o.s.frv., ofl.  svo örfá dæmi séu nefnd. Á stafrænni öld tækninnar er þetta algjör óþarfi.

Við þurfum ekki lengur að spara pláss, hvorki í prentuðu máli né á netmiðlum. Undantekningarnar eru líklega SMS skilaboðin, Twitter og stundum á Fésbókinni.

Íslenskufræðingar er margir hverjir steyptir í fornaldarmót. Sá fróði maður sem sér um þann fróðlega þátt „Málið“, á blaðsíðu 45 í Mogganum (bls. 45 í Mbl.!) skrifar jafnan e-r í stað einhver, e-ð (eitthvað) og álíka, rétt eins og hann þurfi að spara plássið.

Þannig er það nú að ritvinnsluforrit, hvort heldur það eru forritin sem við notum í einkatölvunni eða þau sem notuð eru á fjölmiðlunum sjá um að jafna bilið á milli orða þannig að línan öll sé eðlileg. Hægt er að auka bil á milli stafa, hækka og lækka stöðu stafa eða orða í línu. Og mörg ritvinnsluforrit hjálpa notandanum meira að segja og koma með tillögur. Þegar ég skrifa „t.d.“ þá breytir Word forritið mitt því og ég sé „til dæmis“ á skjánum.

Þó verður að segjast eins og er að hefðin eða vaninn er erfiður húsbóndi sem margir komast ekki frá, hversu fegnir sem þeir vildu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband