Er á meðan er ...

SkjalftarSú kenning er uppi að því verra veður sé á landinu þeim mun rólegra sé í rótum þess. Þetta mun vera ósannaður en heilagur sannleikur sem enginn fótur er fyrir en dugar þegar lítið er á jarðskjálftakort Veðurstofunnar núna í morgun.

Fyrir utan örlitla hreyfingu í Mýrdalsjökli er allt með kyrrum kjörum á landinu og ekkert sem boðar hamfarir framtíðarinnar. Ef'ann myndi nú lægja og iðulaust lognið skella á yrðum við flest sæmilega sátt við tilveruna. Undanskil þó mannlegar náttúruhamfarir í Gálgahrauni. Þar á bæjarstjórn þessa ágæta bæjarfélags þá sök að vilja ekki vinna með fólki.

Þegar ég rita þessi orð hefur minn draumspaki pennavinur samband og segir að kyrr kjör séu alls ekki sönnun um að ekkert sé að gerast. Ég fullyrði á móti að hvorki hann né ég hafi um slíkt fullgildar sannanir og því sé best að una við það sem er.

Hann brosir, það er sendir mér broskall. Bíddu bara, skrifar hann. Þetta fer allt að byrja og þá er betra að vera undirbúinn. Ekki nenni ég að skattyrðast við þann draumspaka, hann hefur spáð illu undanfarin ár en ekkert af því hefur ræst, eins og lesendur mínir vita.

Hitt er betra, að njóta þess sem er og óttast ekki eitthvað sem hugsanlega getur gerst. Þetta er nú orðin langur pistill um lítið en merkilegt kort Veðurstofunnar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband