Flugvöllurinn verđur kjurr og flugvélar fljúga

Undanfarnar vikur hefur veriđ afar skrýtiđ ađ lesa margvíslegar blađagreinar eftir ţá sem eru á móti flugvelli í Reykjavík. Hafa fjölmargir ruđst ţar fram á ritvöllinn og beitt margvíslegum ritbrögđum til ađ hafa áhrif á almenningsálitiđ eins og eđlilegt er. Ţeir hafa hins vegar ekki haft erindi sem erfiđi. Samkvćmt skođanakönnun er yfirgnćfandi meirihluti landsmanna hlynntur flugvellinum sem og meirihluti Reykvíkinga.

Ţó ţetta skipti vissulega miklu máli finnst mér rök andstćđinga flugvallarins oft mjög sennileg og jafnvel jákvćđ. Í hvert sinn sem mér er ţannig innanbrjóst ţá rekst ég jafnan á grein eftir Leif Magnússon, verkfrćđing og reynslubolta í flugmálum. Á kurteislegan og hnitmiđađan hátt gerir hann greinarmun á réttu og röngu hvađ flugvöllinn varđar.

Hann segir í grein í Morgunblađinu í dag:

Ţađ vekur ţví vćgast sagt furđu ađ lesa innlegg Egils Helgasonar á vefsíđunni eyjan.is, dags. 10. september, ţar sem hann telur ađ »lausn« í ágreiningi um Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýri eigi ađ felast í styttingu flugbrauta hans, eđa hugsanlegri gerđ slíks minni flugvallar á Álftanesi. Eitthvađ hefur skolast til í heimildum höfundar, ţar sem engar marktćkar vísbendingar eru um ađ ţćr flugvélar, sem nú eru í framleiđslu, eđa vćntanlegar á nćstu árum, muni komast af međ styttri flugbrautir. 

Ţar međ er Egill bloggari Helgason afgreiddur á afar málefnalegan hátt. Svo tekur hann fyrir Álfheiđi Ingadóttur, fyrrverandi ţingmann Vinstri grćnna sem ritađ grein í Fréttablađiđ fyrir stuttu og taldi sig vera međ sáttaleiđ. Leifur segir:

Höfundurinn [Álfheiđur] telur ađ »lausnin« eigi ađ felast í ţví ađ Reykjavíkurflugvöllur verđi međ eina flugbraut, sem liggi frá austri til vesturs. Ţau tölugildi um áćtlađ nýtingarhlutfall slíks flugvallar, sem birt eru í greininni, hljóta ađ byggjast á einhverjum misskilningi.

Talsmenn Flugmálastjórnar Íslands, Isavia ohf. og Flugfélags Íslands hafa ítrekađ stađfest opinberlega, ađ Reykjavíkurflugvöllur međ eina flugbraut vćri međ öllu óbrúklegur sem miđstöđ innanlandsflugs Íslands, og ţađan af síđur sem áfangastađur sjúkraflugsins. Hvernig getur Álfheiđur sem fyrrverandi heilbrigđisráđherra, sem ćtti ađ hafa efst í huga ţarfir og öryggi sjúkraflugs fyrir alla landsmenn, bođiđ upp á »lausn«, sem felur í sér ađ áfangastađur sjúkraflugsins sé lokađur í 64 daga á ári?

Ţar međ er Álfheiđur fyrrverandi Ingadóttir afgreidd.

Ljóst má vera ađ flugvöllurinn verđur ekki fluttur nema á Keflavíkurflugvöll. Til annars eru engir peningar handbćrir hjá ríkissjóđi. Um leiđ leggst stór hluti innanlandsflugs af, borgarsjóđur verđur af tekjum af blómlegri atvinnugrein. 


mbl.is 72% vilja flugvöll í Vatnsmýrinni
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur Ingólfsson

Samţykkur ykkur báđum ađ flestu leiti. Bendi ţó á ađ allir ađrir flugvellir á landinu utan Kef og Rvk eru einnar brautar vellir og fáir hafa kvartađ yfir ţví. Viđ í Reykjavík mundum njóta nálćgđarinnar viđ Keflavíkurflugvöll ef hliđarvindur á Austur-vestur brautina,sem vćri ţá vćntanlega lengd, yrđi of mikill. Held ađ 64 heilir dagar séu ofáćtlađir. Líklegt er ađ ekki vćri hćgt ađ lenda part úr ţessum dögum eins og oft gerist úti á landi. Kostnađur viđ aukaferđir í rútu, vegna innanlandsflugs á milli Kef og Rvk flugvalla, yrđu smávćgilegur miđađ viđ ávinninginn viđ ađ leggja af N-S brautina.

Sigurđur Ingólfsson, 13.9.2013 kl. 21:28

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband