Fjármunir tryggja ekki fagmennsku

Og núverandi ríkisstjórn getur ekki falið sig á bakvið moðreykinn frá hruninu eða að hún viti ekki hvernig ástandið sé. Ég vil hér með deila með núverandi ráðherrum, persónulega og prívat, þeirri trú minni að ef þeir skipti ekki um skoðun í þessu máli í grænum hvelli verði seta þeirra í ríkisstjórn ekki til fjögurra ára. Það er nefnilega þannig að þegar aðgerðir eða aðgerðaleysi ríkisstjórnar leiðir til þess að fólk lætur lífið á Íslandi er líklegt að þjóðin láti sér ekki nægja að berja saman pottahlemmum.

Auðvelt er að vera sammála Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Hann er í senn einstaklega vel skrifandi og rökfastur. Í grein í Morgunblaðinu í morgun hæðir hann síðustu ríkisstjórn og hvetur núverandi til dáða. Ég velti samt ýmsu þokukenndu fyrir mér.

Hann heldur því fram að gerðir sem ekki styrkja heilbrigðiskerfið geta hreinlega valdið dauða fólks og því spyr hann í fyrirsögninni, rétt eins og Jón Hreggviðsson í Íslandsklukku Halldórs Laxness: „Hvenær drepur maður (ríkisstjórn) mann“ en sleppir niðurlaginu „... og hvenær drepur maður ekki mann.“.

Þetta má alveg til sannsvegar færa. Hins vegar hefur lengi verið reynt að draga úr kostnaði við heilbrigðiskerfið, jafnven með litlum árangri. Er það vegna þess að það sé of dýrt eða er verið að hvetja til skilvirkni þess? Það þarf alls ekki að vera neitt samhengi á milli „nægra“ fjárveitinga til kerfisins og þess að það gera það sem til er ætlast. Fjármunir tryggja ekki fagmennsku. 

Svo er það hitt að kerfi reyna að viðhalda sjálfu sér með öllum þeim aðferðum sem hugsast geta. Til dæmi eru ein þau rök fyrir nýbyggingu sjúkrahúss í Reykjavík þau að dregið sé algjörlega úr allri þjónustu á landsbyggðinni. Með því móti var hægt að reikna grunn undir sjúkrahúsið.

Þetta var nú það sem flögraði í gegnum hausinn meðan ég las grein Kára. Hún er engu að síður vel skrifuð og ég hallast að því þrátt fyrir það sem ég segi hér fyrir ofan að hann hafi rétt fyrir sér. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Það er lítið gagn í því að hafa stórt hús sem hefur engin tæki- eða lækna.

  Það kemur landsbyggðinni að litlum notum í Stórhríð úti á landi ef lifið liggur við.

 Kári  er maður sem virðist skilja margt betur en stjórnmálamenn enda eru þeir ekki á þingi til annars en viða að ser og sínum peningum og embættum.

Erla Magna Alexandersdóttir, 10.9.2013 kl. 19:33

2 Smámynd: Elle_

Er það ekki út í hött að setja alla stjórnmálamenn í sama bát?  Vissi ekki að stjórnmálamenn, allir með tölu, væru svona einhæfir og samfylkingarlega samstíga í spillingunni.

Elle_, 10.9.2013 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband