Flugleiðsögnin á N-Atlantshafi í uppnámi
9.9.2013 | 08:29
Dálítið er það broslegt að á meðan flestir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru að máta sig í leiðtogastól flokksins í borgarstjórninni er það varaborgarfulltrúi sem jafnan kemur fram með þau mál sem skipta borgarbúa einhverju.
Marta Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi greinir frá því í grein í Morgunblaðinu í dag gjaldeyristekjur af flugleiðsögn á Norður-Atlantshafi séu rúmir þrír milljarðar króna og eitthundrað manns hafi atvinnu af þessari starfsemi. Þetta er sosum afar skemmtilegt en hitt er að ISAVIA sem sér um þessi mál þarf að bæta við starfsemina og það gerist ekki nema með stækkun húsnæðisins og þar stendur hnífurinn í kúnni. Eða ætti að segja þar standi Sambesti flokkurinn í veginum. Meirihluti borgarstjórnar hefur í langan tíma hundsað beiðni um byggingarleyfi og það getur skapað vanda.
Marta segir í grein sinni í Mogganum:
Ef byggingarleyfið fæst ekki nú innan örfárra vikna er fyrirsjáanlegt að Alþjóðaflugmálastofnunin flytji starfsemina úr landi. Þetta hefur borgaryfirvöldum verið fullkunnugt um.
Þegar arkitektinn að stækkuninni og forráðamenn ISAVIA gerðu skipulagsyfirvöldum það ljóst að frestur ISAVIA til að stækka við sig og auka tækjabúnaðinn væri að renna út ákvað skipulagsráð borgarinnar loksins að setja stækkunina í auglýsingu, nú í sumar. Af því tilefni sáu fulltrúar borgarstjórnarmeirihlutans í skipulagsráði ástæðu til að bóka, að slík auglýsing af hálfu ráðsins yrði háð því skilyrði að ríki og flugmálayfirvöld staðfestu, að NA-SV-braut Reykjavíkurflugvallar yrði lögð af innan þriggja ára.
Með þessari bókun er haft í eftirfarandi hótunum: Ef þið ekki samþykkið að Reykjavíkurflugvöllur verði lagður niður mun samfélagið verða af hundrað vel launuðum störfum og þriggja milljarða gjaldeyristekjum á ári.
Og svona eru nú vinnubrögð hinna háu í borgarstjórnarmeirihlutanum. Eintóm tilraunastarfsemi og farið illa með atvinnu og fyrirtæki í höfuðborginni. Er ekki nóg komið af Besta flokknum og Samfylkingunni?
Og hvar eru nú borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins á meðan á þessu stendur. Svo virðist sem allir nema Kjartan Magnússon séu í sandkassaleik með Sambesta? Hann og Marta veigra sig ekki hjá því að gagnrýna meirihlutann.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er flott. Burt með völlinn.
Kommentarinn, 9.9.2013 kl. 09:37
Góð ábending og þörf. Líklega er um mun fleiri störf að ræða því mikill hluti starfsemi Isavia byggir einmitt á þessari flugleiðsögu. Ekki aðeins í Vatnsmýrinni, heldur víðar. Líklega er þetta nær 4-500 störfum seim beint tengjast yfirfluginu og svo má guð vita hvað mörg störf eru afleidd þeirri starfsemi. Á meðan deilir meirihlutinn um hvort skipti meira máli, hlykkur á beinni götu eða þessi rekstur.
Frosti Heimisson, 9.9.2013 kl. 09:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.