Fréttir í sjónvarpi eins og hálfsíða í dagblaði

Þeir sem eru uppteknir af mikilvægi sk. fréttaflutnings ríkisins ættu reyndar að hafa hugfast að lesefni eins fréttatíma í sjónvarpi kemst fyrir á hálfsíðu í dagblaði.

Þessi sláandi tilvitnun er úr niðurlagi greinar í Morgunblaðinu í morgun og er eftir Arnar Sigurðsson. Þar fjallar hann um Ríkisútvarpið og hrekur margt það sem áður hefur verið haldið um stofnunina. Tilvitnunin sýnir að gríðarlegur munur er á prentuðum fjölmiðli og ljósvakafjölmiðli. Þeirri spurningu má alveg varpa upp hvort þörf sé á ríkisfjölmiðli sem útvarpar stuttum fréttapunktum eða sjónvarpi ríkisins sem sendir út myndir með stuttum myndatextum. Arnar færir rök fyrir því að þetta sé kostnaður sem hægt er að vera án í rekstri ríkisins.

Önnur og ekki síður áhugaverð rök Arnars eru þessi: 

Fréttaþyrstir ættu því að hafa það hugfast að lestur er eina leiðin að kjarna málsins. Með tilkomu netsins er tilvistargrundvelli hefðbundinna sjónvarpsstöðva varpað um koll og sama á við um útvarp. Ríkisútvarpið hefur að mörgu leyti staðið sig vel við gerð menningarefnis og þannig hlúð að þjóðararfinum í gegnum tíðina og á það sama við um einkaaðila í greininni. Ríkisútvarpið hefur hins vegar staðið sig afleitlega í ráðstöfun almannafjár og sóun á ekki að líðast. Með tilkomu óendanlegs magns frá efnisveitum á netinu er núverandi hlutverk RÚV á sviði dreifingar ámóta tímaskekkja og Viðtækjaverslun eða Ferðaskrifstofa ríkisins á sínum tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ríkisútvarpið á að leggja niður. Þeir sem vilja horfa á sjónvarp geta gert það og keypt sér áskrift en að vera að neyða fólk til að borga fyrir eitthvað sem það horfir ekki á en sér samt bruðlið og ósómann í rekstrinum, ja svei!

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 2.9.2013 kl. 21:45

2 Smámynd: Þórir Kjartansson

Eða fá LÍÚ menn til að reka RUV

Þórir Kjartansson, 3.9.2013 kl. 07:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband