Þrengt að bíleigendum

Sofandaháttur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins er hávær ... Í leiðara Morgunblaðsins í morgun er fjallað um bílastæðismál á nýjum byggingareit vestan við Slippinn. Þar er ætlað að bílastæði séu 0,8 á hverja íbúð. Í leiðaranum segir:

Nú er það vitaskuld svo að íbúar þessara íbúða verða margir á bílum líkt og íbúar í nágrenninu og annars staðar í borginni. Í mörgum íbúðanna verða jafnvel tveir íbúar á bílum, ef að líkum lætur. Og hvar skyldu þeir leggja bílum sínum fyrst þeir fá ekki stæði í því hverfi sem verið er að reisa? Þeir munu leggja í næstu götum, þar sem bílastæði eru þegar mjög ásetin, og þar með næst markmið borgarinnar um að þrengja að íbúunum. 

 

Hvernig stendur á því að innan borgarstjórnar lætur enginn í sér heyra vegna skipulags af þessu tagi eða þrengingarstefnunnar almennt?

 

 

Öll spjót beinast að borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins sem eiga að berjast fyrir sjálfræði fólks en á móti alræðishyggju meirihluta borgarstjórnar. Ætli það verði ekki það næsta sem við heyrum að íbúar verði skyldaðir til að undirrita yfirlýsingu um að eiga ekki bíl.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband