Ótímabærar yfirlýsingar um haustkomu

Mbl

Fljótfærnislegar yfirlýsingar eru alltaf leiðinlegar, hvort sem stjórnmálamenn eða aðrir gefa þær. Björn Már Ólafsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, gefur eina slíka í blaði sínu í morgun og það afar ódýra. Í frétt hans um veðrið í gær segir hann í myndatexta:

Hvít jörð Snjór féll á láglendi í gær. Þessi mynd var tekin í Tungudal á vefmyndavél Vegagerðarinnar um kvöldmatarleytið í gær. Haustið er komið. 

Þó svo að kröpp síðsumarlægð hafi heimsótt landið og gránað hafi í jörð sums staðar er sumarið ekki liðið. Hér í Reykjavík eru víða um land tveggja stafa hitatölur, rétt aðeins lægri á Norðurvesturlandi og á Akureyri.

Hvergi eru lauf á trjánum farin að sölna, berin eru enn ósprungin, næturfrost hefur ekki eyðilagt kartöflugrös og allt er bara gúddí í veðrinu.

Og hvers vegna er ég að fjalla um meint haust. Jú, ég er ferlega pirraður á þeirri fjölmiðlavíkingareglu að haustið sé skollið á strax eftir verslunarmannahelgi og í byrjun september séu jólin að koma. Og núna í fjögurfréttum ríkisútvarpsins var því skellt framan í hlustendur að bæjarhátíðir hafi víða verið haldnar í tilefni sumarloka.

Höfuð það á hreinu að lok ágúst og byrjun september eru ekki sumarlok, haustið er ekki komið nema því aðeins að náttúran sýnir þess glögg merki og þau eru mörg. Sá sem þarf að spyrjast fyrir um þessi merki er einfaldlega ekki sá sem gefa skyldi yfirlýsingar um veðurlag.

Annars skal þess getið að áðurnefndur blaðamaður á Mogganum er bara ágætur skríbent. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sigurður. Veðrið á Íslandi er álíka ó-útreiknanlegt eins og við Íslendingarnir sjálfir.

Sveiflurnar eru víst ekki alltaf í takt við mælistiku-meðaltals-útreikninga frá hinu ytra og æðra.

Hér er góð vísa eftir einhvern sem ég man ekki nafnið á:

Nú er úti norðanvindur,

nú er hvítur Esjutindur.

Ef ég ætti úti kindur,

Myndi ég setja þær allar inn.

Það er víst aldrei of varlega farið, þegar velferð og öryggi dýra og manna þarf að tryggja. En í Ágústmánuði vinnur hitinn frá blessaðri sólinni með okkur norðurhjara-búum. Sem betur fer :)

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 31.8.2013 kl. 18:31

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Vísan er ættuð af Skaganum, höfundurinn var kallaður Óli í Mýrinni - ef ég man rétt 

Kolbrún Hilmars, 1.9.2013 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband