Móskarðshnúkar gráir en ekki Vífilsfell

Myndin sem fylgir frétt Morgunblaðsins undir fyrirsögninni „Verkefnum björgunarsveita lokið“ er ekki af Esjuhlíðum heldur Móskarðshnúkum eins og allir vita eða ættu að vita. Hægra megin sér í hlíðar Skálafells og á milli er Svínaskarð, þar lá forðum þjóðleið.

Annars er hæsti hnúkur Móskarðshnúka  807 metra hár. Til samanburðar er Vífilsfell 655 metra hátt. Þó gránað hafi í Móskarðshnúkum alveg niður fyrir Bláhnúk sem er í um 600 m hæð er Vífilsfell eins og öll Bláfjöllin, blá og snjólaus.

Hvers skyldi nú ástæðan vera? Úbs, ég þarf líklega að geta þess að Vífilsfell er um 23 km í suður frá Móskarðshnúkum. Auðvitað vita allir hvar Vífilsfell er ...


mbl.is Verkefnum björgunarsveita lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Kannski eru ekki allir sammála um hvar Esjan endar en ég tel Móskarðshnjúka vera hluta af Esjunni. Hún endar að mínu viti í Svínaskarði en Skálafell er sjálfstætt fjall.

Annars er athyglisvert að sjá nýfallinn snjó í Esjunni svona snemma - á sama tíma eru snjóskaflar meiri í lok sumars en verið hafa í fjölda ára.

Emil Hannes Valgeirsson, 30.8.2013 kl. 22:21

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Móskarðshnúkar eru jarðfræðilega óskyldir Esjunni. Mér finnst það því dálítið ofsagt að telja hana til Esjunnar þó ekkert skaði það sosum. Þetta sér maður svo glögglega uppi á Hátindi eða á vestanverðum Móskarðshnúkum, skilin eru merkilega glögg, jafnvel fyrir leikmann eins og mig.

Svo komum við að einu af uppáhaldsviðfangsefnunum þínum, snjósköflunum í Esju. Ég hef líka tekið eftir því að enn eru fyrningar á Kerhólakambi og í Gunnlaugsskarði frá síðasta vetri. Svo eru stöku skaflar enn í „Hátindsfjalli“ þ.e. ofarlega í austurhlíðum Grafardals og nærri því við Hátind. Aungva hef ég hins vegar séð skaflanna í Þverárdal.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 31.8.2013 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband