Veðurvælið er einskonar áfallahjálp

Sé nýyrðið „veðuránægja“ til hlýtur að finnast andstæða þess, t.d. „veðurhryggð“. Það skiptir þó ekki öllu máli heldur hitt að fólk í norðlægum löndum er yfirleitt alltaf óánægt með veðrið.

Einn áa minna í Dölum á að hafa sagt er hann heilsaði fólki einhverju sinni: „Það er nú blessuð blíðan og bæirnir í kring“. Hið fyrsta sem bændur og búalið nefndu hér áður fyrr á mannamótum var veðrið. Og enn tölum við um veðrið, við sem eigum ekkert hey undir eða búsmala.

Fyrir flesta er ástandið á veðrinu ekkert annað en hugarástand. Þetta þýðir einfaldlega það að veðrið hefur engin áhrif á störf eða verk fólks, það getur klætt sig þannig að hægt sé að stunda útiveru hvernig sem það er.

Auðvitað vilja allir sól og krafan er sú að hér á landi sé daglega tuttugu gráðu hiti eða meira og það rigni bara á nóttunni.

Því miður er ekki hægt að verða við þessum kröfum. Veðrið er bara eins og það hefur alltaf verið ... eiginlega ekkert annað en svona og svona ... gott, vont, leiðinlegt, fínt og svo framvegis.

Hins vegar virðist mjög gagnlegt að væla daglega út af veðurfarinu, er líklega eins og áfallahjálp, gerir vælukjóunum kleift að lifa veðrið af. 


mbl.is Minni veðuránægja í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Austmann,félagasamtök

Já, mér finnst furðulegt að erlendir ferðamenn nenni yfirleitt að koma hingað til lands. Landsins með versta veðurfar í heimi.

Austmann,félagasamtök, 20.8.2013 kl. 12:38

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Nei, nei. Fínt veðurfar hérna á landi ... fyrir mig.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 20.8.2013 kl. 13:51

3 Smámynd: Austmann,félagasamtök

Flyturðu inn regnhlífar, Sigurður? Eða ertu starfsmaður hjá 66°N?

Austmann,félagasamtök, 21.8.2013 kl. 01:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband