Þjóðaratkvæðagreiðslu á réttum forsendum

Þegar hætt var í að samþykkja aðildarumsókn í þinginu, (m.a. af ráðherrum sem lýstu því yfir við atkvæðagreiðsluna að þeir hefðu aldrei verið jafnmikið á móti aðild og þá!) var sagt þar að svo afdrifaríka ákvörðun væri fráleitt að taka án þess að bera hana undir þjóðina.

Því var hafnað. Það studdu fastast þeir aðilar sem nú hrópa í þjóðarinnar nafni að halda verði sérstaka þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort halda eigi áfram viðræðum sem hafa ekki átt sér stað!

Og þeir heimta að ríkisstjórnarflokkar sem lýst hafa yfir harðri andstöðu við að Ísland gerist aðili að ESB standi fyrir slíkri atkvæðagreiðslu.

Þetta er úr leiðar Morgunblaðsins í morgun. Hvers vegna í ósköpunum skyldi núna vera þörf á þjóðaratkvæðagreiðslu um að hætt skuli við aðildarumsókn að ESB þegar umsóknin var samþykkt á þingi án þjóðaratkvæðagreiðslu í júlí 2009?

Þetta breytir hins vegar ekki þeirri skoðun minni að efna eigi til þeirrar þjóðaratkvæðagreiðslu sem vinstri stjórnin sveik þjóðina um 2009. Í eitt skipti fyrir öll þarf að kanna hvort þjóðin vilji inn í Evrópusambandið eða ekki. Það dugar ekki að þetta mál hangi yfir ríkisstjórnum komandi ára án slíkrar niðurstöðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband