Eigendur Kersins strax búnir að fjárfesta í bekk

Kerið telst eign einhverra manna sem stofnað hafa félag um að það og umhverfi þess. Þeir rukka fyrir aðgang að þessum fallega stað. 

Og útlendu ferðamennirnir eru allir afar kátir og ráða sér vart fyrir gleði að fá að greiða 350 krónur. Fátt segir hins vegar af íslenskum ferðamönnum þó svo að ráðsmaður landeigenda haldi því fram að þeir séu jafn kátir og þeir útlendu. 

Landeigendur eru strax byrjaðir að ráðstafa tekjunum. Gamall bekkur, eiginlega antik, svipaður þeim sem maður sá oft í gamla daga á strætóstoppistöðum í miðbæ Reykjavíkur, er nú á botni gígsins. Gleðjast nú allir sem hlynntir eru gjaldtöku á ferðamannastöðum nema stöku útlendingur sem heldur því fram af einskærri vanþekkingu að bekkurinn passi ekki ofan í gígnum.

Þetta getur bent til þess að hugmyndir eigenda Kersins og ferðamanna fari ekki saman. Næst má auðvitað búast við því að landeigendur auki við uppbyggingu kersins, komi fyrir ruslafötu við hlið bekksins og jafnvel ljósastaur. 

Hver getur verið á móti gjaldtöku á ferðmannastöðum þegar svona vel gengur hjá Kerfélaginu? 


mbl.is Greiða gjaldið með glöðu geði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Örn Gissurarson

"Gleðjast nú allir sem hlynntir eru gjaldtöku á ferðamannastöðum nema stöku útlendingur sem heldur því fram af einskærri vanþekkingu að bekkurinn passi ekki ofan í gígnum."

Af hverju er það útaf vanþekkingu sem veldur því að þeim finnist ekki bekkurinn passa þarna? Er þetta ekki persónubundið álit hjá fólki? Hvað er það sem þeir vita ekki sem gerir það svona augljóst mál að þessi bekkur eigi að vera þarna?

Einar Örn Gissurarson, 11.7.2013 kl. 09:51

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Fyrirgefðu, Einar. Kaldhæðnin í tilgreindri málsgrein hefur líklega farið framhjá þér, en það er alfarið mín sök enda er ég algjörlega sammála þér.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 11.7.2013 kl. 10:05

3 Smámynd: Einar Örn Gissurarson

Nú jæja. Þá vitum við það. Gallinn við texta er það að oft er erfitt að greina á milli kaldhæðni og blákaldann alvarleika.

Einar Örn Gissurarson, 11.7.2013 kl. 10:47

4 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Þessi bekkur er nú búinn að vera lengi við kerið. Hann var uppi á barminum, en einhverjir sáu sér leik í því að fara með hann niður að tjörninni fyrir tveimur árum, og þar er hann enn.

Held að Kerfélagið ætti að sjá sóma sinn í að koma honum uppá barminn aftur, svo fólk geti sest niður og skoðað dýrðina sitjandi.

Eg bekkurinn er skoðaður vel, þykir mér líklegt að hann sé merktur ,,Ferðamálaráð".

Hinsvegar fjárfesti Kerfélagið í nestisborði, sem er rétt við skúrinn. Vonandi fjárfestu þeir í ruslatunnu. Reyndar sagði Óskar: ,,Við erum ekki í ,,ruslabisness", fólk getur bara tekið ruslið með sér".

Mér fyndist ruslaförgun sanngjörn þjónusta fyrir 350 kallinn.

Börkur Hrólfsson, 11.7.2013 kl. 11:14

5 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Verra væri, Börkur, ef bekkurinn væri merktur SVR ...

Annars vex þeirri skoðun ásmegin að fólk eigi almennt að taka með sér rusl sem það ber ábyrgð á. Ef til vill er þessi Óskar að meina það.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 11.7.2013 kl. 11:28

6 Smámynd: Jóna Magnea Magnúsdóttir Hansen

Mér finnst ekkert að gjaldtöku ef það er boðið upp á einhverja þjónustu en við Kerið er engin þjónusta.

Mér skilst að það hafi verið Vegagerðin sem gerði stíginn upp og bílastæðið (útlendingunum finnst 350 krónurnar gangi að hluta upp í bílastæðagjöld). Bekkurinn er búinn að standa þarna í a.m.k. þau 3 ár sem ég er búin að vera að keyra rútu og leiðsegja, var fyrst uppi á hæðinni svo ofan í vatninu og svo þarna við hliðina (merktur ferðamálaráði eins og bekkirnir á Geysi).

Ég veit ekki hvort að landeigendur hafi verið að hirða rusl á svæðinu, veit að ég er venjulega með lítinn poka með mér þar sem ég tíni í rusl og stubba og farþegarnir oft farnir að gera það sama.

Er það í raun ekki þannig að landeigendur eru að rukka fyrir það sem skattpeningar okkar eru búnir að greiða?

Jóna Magnea Magnúsdóttir Hansen, 11.7.2013 kl. 11:44

7 Smámynd: Björn Geir Leifsson

Samlíking við gjaldtöku án aðstöðu eða þjónustu gæti verið að taka fullt aðgöngugjald fyrir bíósýningu án sæta og segja gestum að sætin verði keypt seinna þegar nóg hefur safnast í sjoðinn.

Fyrst á auðvitað að bæta úr ágöllum og vanbúnaði og síðan taka gjald.

Björn Geir Leifsson, 11.7.2013 kl. 12:20

8 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

En vantar ekki sjoppu þarna og svo kamar til að borga til baka?  Væri það ekki lausnin á öllu saman?

Hrólfur Þ Hraundal, 11.7.2013 kl. 17:22

9 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Svo mætti líka breyta Kerinu í hringleikahús með bekkjum allan hringinn. Mætti örugglega hafa gott upp úr því.

Emil Hannes Valgeirsson, 12.7.2013 kl. 00:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband