Þjóðarsátt um 9 milljarða í heilbrigðiskerfið

Að óbreyttu stefnir í að það vanti um 8.600 milljónir króna á þessu ári til að leysa fjárhagsvandann, þar af er uppsafnaður vandi fyrri ára um eða yfir 3.800 milljónir.

Þetta segir Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, í grein í Morgunblaðinu í morgun. Það vekur athygli að uppsafnaður vandi er aðeins tæpir níu milljarðar króna.

Um leið finnst almenningi það sérkennileg ráðstöfun að draga úr tekjustofnum ríkisins með því að lækka veiðileyfagjaldið og nemur lækkunin svipaðri fjárhæð. Nú skal hér ekki gert lítið úr þeim vanda sem smærri útgerðarfyrirtæki standa í en vandi ríkisins er einnig mikill.

Kristján Þór bendir á að við stöndum frammi fyrir tveimur kostum í heilbrigðismálum:

Við getum annars vegar haldið áfram á þeirri braut sem við höfum verið á og horft upp á heilbrigðiskerfið molna hægt en örugglega niður. Eða við getum tekið ákvörðun um þjóðarsátt um að verja heilbrigðiskerfið, endurskipulagt og byggt það upp að nýju. Forsenda slíkrar þjóðarsáttar er að grunnþjónustan um allt land sé varin og að þingmenn taki erfiðar ákvarðanir um forgangsröðun ríkisútgjalda. 

Þetta er rétt og valið ætti að vera auðvelt fyrir flesta. Engu að síður þarf tekjuöflun ríkisins að vera í lagi svo vandamálin hrannist ekki upp og það haldi áfram að nota ráð vinstri stjórnarinnar og velta þeim á undan sér án þess að taka á þeim. Peningarnir eru fyrir hendi í ríkisrekstrinum og það eina sem þarf er viðhorfsbreyting. Rétt eins og Kristján nefnir þá þarf að forgangsraða í ríkisgjöldum. Við getum ekki gert allt, svo einfalt er það. Þjóðarsáttin er nauðsynleg eða eins og Kristján segir:

Á sama tíma og barist er í bökkum og kerfinu er haldið gangandi með seiglu starfsmanna, er ætlunin að ráðast í húsbyggingar á ýmsum sviðum, s.s. sjúkrastofnana, fangelsis og Húss íslenskra fræða fyrir milljarða króna. Á sama tíma og þrengt er að starfi heilbrigðisstofnana um allt land og álagið stöðugt aukið renna milljarðar í margvíslega styrki og sjóði og rekstur sendiráða víða um heim.


mbl.is Vantar 8.600 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Er ekki nær að minnka útgjöld fyrst og skoða síðan skattana.

Sjálfstæðisflokkurinn sagðist ætla að lækka skatta.

Veiðigjldið er bara skattur. Fólki þarf ekki að koma á óvart að þessi skattur er einn af þeim sem átti að lækka.

Birgir Örn Guðjónsson, 11.7.2013 kl. 09:32

2 Smámynd: Óskar

Er þetta ekki nokkurnveginn sama upphæð og gjöfin sem ríkisstjórnin er að færa útgerðarmönnum bara á þessu ári? Vandamálið er því auðleyst.

Óskar, 11.7.2013 kl. 09:34

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þú ert alltaf við sama heygarðshornið, Óskar, og hefur ekki einu sinni fyrir því að lesa bloggið.

Ég bíð eftir að skattarnir mínir verði lækkaðir, Birgir Örn. Um það sjást engin merki.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 11.7.2013 kl. 09:36

4 Smámynd: Óskar

Ég las bloggið að sjálfsögðu áður en ég skrifaði. Fannst þú fara óþarflega gætilega í að gagnrýna veiðigjaldalækkunina. Nýlega kom í ljós að Samherji á falda 20 milljarða í skattaskjóli á Kýpur. Það hefur verið ótrúlega lítil umræða um það mál, en bara þessi faldi sjóður eins fyrirtækis í einu skattaskjóli sem uppgötvaðist fyrir tilvíljun nemur um tvöföldu samanlögðu veiðigjaldi allra sjávarútvegsfyrirtækja í landinu í eitt ár!

Þessi ríkisstjórn er búin að koma sér í ákveðið sjálfskaparvíti. Það verður ekkert tolerance hjá almenningi gagnvart niðurskurði eftir þessa gjöf til LÍÚ, þessi aðgerð kallaði fram mikla reiði í fólki sem mun klárlega brjótast út þegar niðurskurðartillögur birtast í haust.

Óskar, 11.7.2013 kl. 10:16

5 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þú ert, kæri Óskar, óskaplega fljótur að draga ályktanir og dæma. Stundum getur það verið kostur en oftar en ekki bendir það til annars.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 11.7.2013 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband