Austanvindurinn á Kjalarnesi

DSC_0162

Hugmyndir um gróðursetningu trjáa meðfram þjóðvegum eru góðar. Þau draga úr vindi og dregur úr skafrenningi. Vandamálið á Kjalarnesi er hinn sterki vindur sem stundum rennur með offorsi úr austri meðfram Esju og til viðbótar kemur sú staðreynd að vegurinn liggur í megindráttum frá austri til vesturs. Hætt er því við að trjágróðurinn dragi ekki eins mikið úr vindstyrknum og til er ætlast.

En auðvitað er uppgræðsla trjábelta meðfram vegum af hinu góða og eiginlega undalegt að Vegagerðin og stjórnvöld skuli ekki hafa komið auga á það. Að minnsta kosti hafa margir góðir skógræktarmenn bent þá þessa staðreynd. 


mbl.is Vilja trjábelti á Kjalarnesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Sigurgeirsson

Austanáttin á Kjalarnesi er ekki hættuleg umferð, þótt hún sér stundum stíf. Öllu hættulegri er norðanáttin. Hættulegustu vindhviður á Kjalarnesi myndast í norðanátt, hlémegin Esjunnar, svonefndar fjallabylgjur.
http://www.reykjavik.is/Portaldata/1/Resources/framkvaemdasvid/gatnaframkvaemdir/stofnbrautir/kjalarnes-hringvegur/vidauki-E.pdf

Aðalsteinn Sigurgeirsson, 1.7.2013 kl. 10:22

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Horfði á hjólhýsi splundrast fyrir framan mig í „stífri“ austanátt sem tók völdin af bílstjóranum sem þó var á sömu leið og ég. Sama er með hjólhýsið sem myndin er af. Þá blés líka af austri. Hins vegar veit ég að þú þekkir Kjalarnesið miklu betur en ég og dreg því ekki í efa orð þín um að norðanáttin sé hættulegust.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 1.7.2013 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband