Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi tjáir sig
27.6.2013 | 08:13
Enn er rætt um flugvöllinn. Þeir eru til sem vilja láta hann fara og koma fyrir 15.000 mann byggð, fjölmennara en vesturbærinn en minna svæði. Það er svo sem gott og blessað að fólk hafi skoðanir, verra er ef þær skiljast ekki.
Þorkell Á Jóhannesson, flugstjóri í sjúkraflugi, ritar ágæta grein um flugvöllinn í Morgunblaðið í morgun, og ávarpar Dag B, Eggertsson, samfylkingarmanninn sem er hægri hönd borgarstjóra í hlutastarfi. Þorkell sat fund í ráðhúsinu um aðalskipulag borgarinnar og lagði spurningu fyrir Dag. Svarið var eftirfarandi samkvæmt grein Þorkels. Ég hef ekki hugmynd um hvað Dagur er að fara og ég efast um að hann hafi vitað það sjálfur:
En, spurningin varðandi... ég held að enginn hér í pallborðinu hafi talað um að slíta tengsl landsbyggðarinnar við... Landspítalann heldur einfaldlega... ef það er verið að vísa í mín orð, þá var ég að segja að staðsetning spítalans og vallarins er... hangir ekki saman, það er mjög, það er mjög óalgengt að það séu flugvellir við ríkisspítala í löndunum í kring um okkur og ég held satt best að segja, því þetta er mjög áberandi í umræðunni um flugvallarmálið, að við verðum aðeins að passa okkur hvernig við tölum um þetta, ætlum við að ganga svo hart fram í flugvallarumræðunni, um flugvöll í Vatnsmýrinni, að við komum þeirri skoðun á kreik að það sé beinlínis hættulegt að búa úti á landi nema akkúrat við flugvelli? Ég meina er hættulegt að búa á suðurlandi? Ég held að... að... að þetta sé miklu flóknara, ég meina, það var tekin sú ákvörðun fyrir nokkrum árum að sjúkraflugvélar væru ekki lengur staðsettar á Ísafirði. Þetta, þetta er miklu flóknari mynd, það sem skiptir kannski mestu máli er hversu sérþjálfaðir heilbrigðisstarfsmenn eru á vettvang, ef að verður slys, hvort sem það er á landsbyggðinni eða annars staðar. E... síðan skiptir auðvitað máli ferðatíminn, en nákvæmlega hvar þú lendir er bara einn þáttur í þessu og við verðum að vega þetta allt inn í myndina. Kannski er 45 mínútna útkallstími mín sem læknis á vakt úti á landsbyggðinni meiri tími og meira mál heldur en nákvæmlega hvar flugvöllur er staðsettur, skiljið þið? Við... við bara megum ekki... þetta... þetta fe... við... við erum einhvern veginn... ja ég... ég... ég kann ekki að orða þetta betur... við... það er hættulegt að koma því inn að það sé lífshættulegt að búa úti á landi. Vegna þess að þessi umræða er svoldið það öðrum þræði ef við förum aðeins inn í okkur og... og... ég kann ekki við það... e... þeir sem lesa aðalskipulagið sjá hins vegar að það er alls staðar... það er alls staðar... e... algjörlega skýrt að við erum að hugsa sem höfuðborg... í landi.
Á þennan hátt tjáir borgarfulltrúinn sig, en hann hefur ábyggilega sagt þetta í vinsamlegum tón ... Því fer vel á því að Dagur og Jón Kristinsson séu í samstarfi. Þar fara tveir menn sem vita ábyggilega hvað þeir gera en þurfa líklega báðir ítarlegt handrit til að geta tjáð sig opinberlega.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sorglegt að hafa þessa tvo loðnu framámenn Reykjavíkurborgar.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.6.2013 kl. 12:28
Ekki nema von að niðurstaðan sé óskýr! Svo bætast Gísli Marteinn & Co við með skýra stefnu gegn flugvellinum og bíleigendum.
Ívar Pálsson, 27.6.2013 kl. 14:14
Já, Heimir. Eitt er að fara í kringum málefnið eins og köttur í kringum heitan graut en annað er að geta ekki gert sig skiljanlegan.
Er algjörlega á móti Gísla Marteini í flugvallarmálinu, Ívar. Skil ekki fólk sem áttar sig ekki á að flugvöllurinn veitir beint og óbeint 1500 manns vinnu eins og þú hefur bent á.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 27.6.2013 kl. 14:18
Hver er Jón Kristinsson? Meinarðu Jón Kristjánsson? Fyrrv. ráðherra?
Skeggi Skaftason, 27.6.2013 kl. 20:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.