Lítil féþúfa verður ferðamennsku að falli

Lokun Kersins og sala að aðgangi inn í það er upphafið að lokun landsins. Þetta er sorgardagur. Frelsi fólks er ferðalaga er skert til þess eins að einstakir meintir landeigendur geti skarað eld að sinni eigin köku.

Takið eftir að eigengur Kersins hafa ekkert gert til að byggja upp ferðaþjónustu á staðnum annað en að girða náttúruvætti af og setja mann með posa og skiptimynd við hliðið. Þeir byggja ekkert upp, gera ekkert, láta staðinn halda áfram að drabbast niður en bjóða nú fólki að stunda hefðbundinn átroðning fyrir 350 krónur. Og yfirskriftin er „Verndum náttúruna“. 

Fyrir hvað er verið að greiða? Jú, landeigendur ætla einhvern tímann að gera eitthvað fyrir ferðamenn í Kerinu. Nei, ekki strax, heldur síðar. Þegar þeir hafa aflað fjár. Þá fá ferðamenn framtíðarinnar meira fyrir peninginn heldur en ferðamaður dagsins í dag.

Smám saman verður allt landið girt af í nafni náttúruverndar. Rétt eins og Reykhlíðingar við Mývatn ætla sér að gera. Safna aur til að laga það sem þeir hafa látið aflagast í ótal ár. Eða er þetta féþúfan sem þá langar svo óskaplega í? Ágirndin er hættuleg pólitík.

Brátt verður ferðamennska á Íslandi gjörbreytt. Ferðamaðurinn kemst ekkert fyrir rukkurum af ýmsu tagi. Fjöllum verður lokað, landsvæði afgirt.

  1. Glymur í Botnsdal lokaður
  2. Búðahraun og Búðaklettur lokað
  3. Djúpalón lokað
  4. Dritvík lokað
  5. Malarlón lokað
  6. Gatklettur við Arnarstapa afgirtur
  7. Kirkjufell verður afgirt
  8. Eyrarfell verður afgirt
  9. Drápuhlíðarfjalli verður afgirt
  10. Flatey verður lokað
  11. Rauðsandur verður læstur með hliði upp á heiði
  12. Látrabjarg, harðlæst
  13. Hornstrandir, landtaka bönnuð
  14. Kálfshamarvík lokuð
  15. Grímsey lokuð
  16. Hrísey lokuð
  17. Í Fjörðu lokað
  18. Dettifoss lokaður
  19. Þeistareykir lokaðir
  20. Loðmundarfjörður læstur
  21. Kollumúlaheiði lokuð
  22. Papey lokuð
  23. Horn lokað
  24. Austurfjörur lokaðar
  25. Suðurfjörur lokaðar
  26. Kálfafellsdalur lokaru,
  27. Jökulsárlón lokað (bannað að líta til norðurs af þjóðvegi)
  28. Ingólfshöfði lokaður
  29. Núpsstaðaskógar lokaðir
  30. Dverghamrar lokaðir
  31. Kirkjugólf lokað
  32. Systrastapi lokaður
  33. Landbrotshólar afgirtir
  34. Fjaðrárgljúfur lokað
  35. Lakagígar afgirtir
  36. Hjörleifshöfði lokaður
  37. Reynisfjara lokuð
  38. Dyrhólaey lokuð
  39. Skógaheiði lokuð
  40. Skógarfoss lokaður (bannað að horfa til hans)
  41. Seljalandsfoss lokaður (bannað að horfa til hans)
  42. Stóra-Dímon lokuð
  43. Háifoss lokaður
  44. Tröllkonuhlaup lokað (er hvort eð er vatnslaust)
  45. Hjálparfoss lokaður
  46. Gjáin lokuð
  47. Geysissvæðið lokað
  48. Arnarfell lokað
  49. Hveradalur, lokaður
  50. Kerið lokað
Fimmtíu staðir og svæði sem meintir landeigendur geta lokað fyrir öðrum landsmönnum. Hér hefur ekki verið tekin fyrir mörg landsvæði sem gráðugir landeigendur eða sjálfskipaðir umsjónarmenn vilja hafa að féþúfu.
 
Grundvallaratriðið er það að með gjaldtöku er einfaldlega verið að skerða rétt landsmanna til ferðalaga og að auki mun ferðamennska á landinu gjörbreytast til hins verra. Af verður lagður réttur landsmanna til ferðalaga um óræktað land, slíkur sem hefur verið hefð frá landnámi.
 
Allt er þetta gert í nafni náttúruverndar sem einfaldlega stafar af því að ríkissjóður, sem hagnast gríðarlega af innlendum og erlendum ferðamönnum og ferðaþjónustunni í heild sinni, hefur ekki talið sér fært að leggja fé til uppbyggingar í ferðamálum og fyrirbyggjandi aðgerðir í umhverfismálum. Í skjóli þess ætla meintir landeigendur að græða.

 


mbl.is Hefja gjaldtöku við Kerið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Svona fer þegar einkaaðilar eignast náttúruperlur.  Stefna Sjálfstæðisflokksins Sigurður!

Óskar, 25.6.2013 kl. 12:22

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Við skulum mótmæla þessu, einfaldlega sniðganga Kerið með öllu og hvetja alla til að gera slíkt hið sama. Vonum að ferðaþjónustufyrirtækin muni líka sniðganga svona vitleysu.

Gunnlaugur I., 25.6.2013 kl. 12:24

3 Smámynd: Þórir Kjartansson

Sammála þér Sigurður.  En ein athugasemd: Þú getur tekið Hjörleifshöfða út af listanum.  Þar verður hvorki lokað eða selt inn á meðan ég hef með þá jörð að gera.

Þórir Kjartansson, 25.6.2013 kl. 13:06

4 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Sumir virðast ekki gera sér grein fyrir því að meginþorri náttúruperla eru á landsvæði einhvers en ekki almenningi.

Raunin er að aðgangur að stöðum sem Kerinu þykir sjálfsagður í löndunum í kringum okkur enda erfitt að standa stram af mannvirkjagerð upp á egin spýtur.

Í raun væri best ef að sem flestir fylgdu þessu fordæmi og sett yrði upp sameginleg gjaldskrá og mögulegt væri að kaupa "token" og hafa þá möguleika á aðgangstýrðum hliðum þá og/eða sjálfssölum. Þá þyrfti sala á slíkum "tokens" að vera á öllum helstu stöðum og upplýsingastöðum í ferðaþjónustu, sem og í Leifstöð, Reykjavíkurflugvelli, BSÍ osfrv.

Ég veit að slíkt sem Kerið gerir nú er í athugun annarsstaðar enda geta landeigendur verið ábyrgir fyrir óvitaskap ferðamanna eins og það sem gerðist í Reynisfjöru ekki alls fyrir löngu. Það var glópalán eitt að annað slíkt atvik yrði ekki á sama stað nú á sl Sunnudag þegar að ferðamaður reiknaði ekki með ofsakrafti aldna og var skellt flötum af öldu og munaði minnstu að hann sogaðist út með þeirri næstu. Brimið var á fjórða metra svo ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum í því tilfelli.

Óskar Guðmundsson, 25.6.2013 kl. 13:07

5 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Gunnlaugur, ég hef ekki komið í Kerið í mörg ár. Ylja mér við gamlar myndir sem ég tók þar. Kannski að ég þurfi að greiða Kereigendum skatt í hvert sinn sem ég lít þær.

Þakka þér fyrir Þórir. Listinn er nú bara búinn til eftir minni við að horfa á lítið Íslandskort. Gæti svo sem verið miklu stærri. Hjörleifshöfði er stórkostlegur staður, hellirinn, Mjaltastígur (heitir hann ekki svo) er hrikaleg leið. Ánægjuleg að hann verði opinn áfram.

Óskar, landeigendur eru ekki verið ábyrgir fyrir gerðum ferðamanna.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 25.6.2013 kl. 13:52

6 Smámynd: Þórir Kjartansson

Sæll aftur Sigurður.  Lásastígur heitir einstigið.  Á vegum Kötlu jarðvangs er nú búið að gera svolitla aðstöðu með borði, bekkjum og upplýsingaskiltum í  Bæjarstað, þar sem Hjörleifur byggði forðum og Hjörleifshöfðabærinn stóð til 11. maí 1721. Alveg þess virði að kíkja á það ef og þegar þú átt leið um.

Þórir Kjartansson, 25.6.2013 kl. 15:08

7 Smámynd: Jens Guð

  Ég velti fyrir mér hvernig þetta fer heim og saman með ferðamannaskattinum eða gjaldinu eða hvað það heitir sem hefur verið boðað á erlenda ferðamenn.  Útlendir ferðamenn verða skikkaðir til að kaupa passa að náttúruperlum landsins.  Þegar þeir koma að Kerinu og fleiri slíkum stöðum verða þeir aftur rukkaðir um aðgangseyri.    

Jens Guð, 27.6.2013 kl. 01:07

8 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Góð athugasemd, Jens. Dettur einhverjum annað í hug en að hvort tveggja verði gert?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 27.6.2013 kl. 07:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband