Verður Snóden gestgjöfum sínum til tómra vandræða

Miðað við hvað íslenskir atvinnu- og áhugamenn um Wikileaks, njósnir og Bandaríkin eru rólegir yfir ferðalögum Eðvards Snódens fyllast sumir fréttasnapar grunsemdum. Nýjasta kenningin er sú að ástæðan fyrir því að þögn hafi lagst á þetta fólk sem þó sækist öllu jöfnu í sviðsljósið er að uppljóstrarinn er á leiðinni til Íslands.

Sæti mannsins var autt er flugvél fór til Kúbu og hann átti ekki framhaldsmiða til Venúsúelu. Það var ekki af fjárhagsástæðum heldur var honum ráðstafað í hús hjá sendiherra Ekvador í Moskvu enda allt þetta leikrit.

Næstu daga verður settur upp svipaður leikþáttur og í Hong Kong. Nokkrar flugvélar verða sagðar flytja uppljóstrarans til Suður-Ameríku en einhvers staðar verður ein sem flýgur svo lítið ber á hingað upp á klakann.

Fyrir vikið verður Ísland í sviðsljósinu í smá tíma. Þá er það aðeins spurning hvernig hrammur Bandaríkjanna leggst með þunga á íslensk stjórnvöld, viðskipti, stjórnmál og annað. Þá kann þessi litla þjóða að þurfa að velja á milli uppljóstrarans og „góðvildar“ nágranna okkar í vestri. 


mbl.is Hvar er Snowden?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Vill Obama nokkuð endurheimta Snowden?

Ætli síðasta þætti þessa leikrits ljúki ekki með því að Snowden verði tryggt öruggt hæli einhvers staðar ásamt öruggri þögn?

Kolbrún Hilmars, 24.6.2013 kl. 22:39

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það eru bein flug frá Pétursborg til Íslands svo mig grunar að það sé verið að blekkja okkur. Það er vonandi að Wikileaks fólkið hér á Íslandi skylji hvað er í húfi. Birgitta segist vera stykkfree og í raun ef hún er innvinkluð þá ætti að reka hana sem Alþingismanni fyrir að hygla afbrotamönnum.

Valdimar Samúelsson, 24.6.2013 kl. 22:39

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ef CIA stendur undir nafni, þá væru þeir löngu búnir að "stela" Snowden - ef það stæði vilji til.

Kolbrún Hilmars, 24.6.2013 kl. 22:44

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hann er borð í fiskibáti á leið frá Murmansk til Narvik þaðan sem verður flogið með hann í einshreyfilsrellu vestsuðvestur yfir Drekasvæðið þar sem hann mun varpa sér út í fallhlíf og svífa til jarðar í Kolbeinsey, þar sem gúmbátur bíður hans tilbúinn að sigla suður í Grímsey en við landgöngu mun hann óska eftir hæli sem pólitískur flóttamaður og sækja um íslenskt ríkisfang.

Miðað við allt hvíta duftið sem hefur komið hingað til lands með slíkum hætti í tonnavís er varla mikið mál að koma renglulegum tölvunarfræðingi á þrítugsaldri óséðum hingað, þar sem hann mun blandast fullkomlega inn í mannfjöldann innan um hina íslensku nördana. Svei mér þá ef ég mætti ekki tvífara hans á Laugaveginum í kvöld, kannski var það hann sjálfur eða kannski frændi minn sem ég man aldrei hvað heitir, ég er bara ekki viss.

Bíddu... nú man ég hvað hann heitir.

Eðvarð Snædal. Sko frændi minn... ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 25.6.2013 kl. 03:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband