ESB vill ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um umsóknina

Evrópusambandið tekur því ekki með léttúð að ríki sæki um aðild án þess að fullur hugur fylgi máli. Svo versnar enn í því ef ríkið ætlar að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildina og ljóst að hún verði kolfelld.

Þetta veit Össur Skarphéðinsson, fyrrum utanríkisráðherra, og núverandi ríkisstjórn veit af því líka. Þetta er ástæðan fyrir því að ríkisstjórnin virðist vera að heykjast á því að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildina að ESB.

Raunar er það svo að núverandi utanríkisráðherra og forsætisráðherra, hefur verið gert það fyllilega ljóst að Evrópusambandið vilji ekki þjóðaratkvæðagreiðslu. Verði ríkisstjórn og þing að vilja þess hefur sambandið lofað því að láta það ekki leiðindi sín og sárindi út af umsókninni bitna á viðskiptahagsmunum landsins.

Raunar styðst þetta við það sem forsetinn sagði í ávarpi sínu við setninu Alþingis að það væri hvorki vilja né getu hjá ESB að klára viðræðurnar. Það sem forsetinn lét ósagt, hvort sem hann vissi eða ekki, að íslensk stjórnvöld hafa verið beðin um að láta kyrrt liggja, draga einfaldlega umsóknina til baka án þjóðaratkvæðagreiðslu. 

ESB á í verulegum vanda og þó ýmsir haldi að litla Íslands skipti engu í heimsmálunum er það ekki svo. Almenningsálitið í Evrópu kann að taka mið af því sem gerist hér á Íslandi og ef til vill er stóri vandi ESB í Bretlandi þar sem mikill áhugi er fyrir úrsögn. Þetta og meira til styður þá skoðun sem nú er uppi í Brussel að hljótt þurfi að vera um aðildarumsókn Íslendinga. 


mbl.is Voru fyrri til að leggja fram tillöguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband