Leikur FH og KR var frábær skemmtun
11.6.2013 | 08:34
Þegar tvö bestu knattspyrnulið landsins eigast við er ástæða til að borga sig inn á völlinn. Jafnvel að fara til Hafnafjarðar og láta sig hafa það að standa í tuttugu mínútur í biðröð til að fá miða ... FH-ingar voru gjörsamlega óviðbúnir mikilli aðsókn og önnuðu vart eftirspurn eftir miðum. Þrjár stelpur í einum skúr með einn posa er ekki til að auðvelda aðgang.
Hvað um það, leikurinn var stórskemmtilegur. Markvörður FH fékk réttilega rautt spjald eftir að Baldur KR-ingur Sigurðsson var í þann mund að komast framhjá honum og hefði væntanlega skorað. Bjarni Guðjónsson skoraði úr vítaspyrnu. Baldur skoraði svo mark örskömmu síðar og eiginlega hélt maður þá að leikurinn væri búinn. Það var nú örðu nær.
FH-ingar eru með frábært lið. Þeir leika vel saman og hefðu þeir náð að stýra liði sínu skynsamlegar hefðu þeir ábyggilega náð að halda tvö-tvö jafnteflinu. En þeir gleymdu sér, vildu, manni færri, eðlilega fleiri mörk en fengu þess í stað tvö á sig.
Bjarni Guðjónsson er límið í KR liðinu. Sendingarnar hjá honum eru stórkostlegar og hann virðist sjá tvær eða þrjár sendingar fram í tímann. Verst er að hann er hægfara, þyrfti að létta sig.
KR-ingar nýta sér ekki nógu vel breidd vallarins, spilið gengur ekki alltaf nógu vel upp. Engu að síður eru þeir frábærir. Þeir hefðu getað skorað eitt eða tvö til viðbótar, svo vel stóðu þeir sig.
Leikur FH og KR var frábær skemmtun. Annað hvort þessara liða verður Íslandsmeistari nema Valsarar haldi áfram á sinni sigurbraut.
Baldur samur við sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Facebook
Athugasemdir
Það er gott að vera KR-ingur.
Sérstaklega ánægjulegt núna.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.6.2013 kl. 14:15
:-)
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 11.6.2013 kl. 14:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.