Er betra að ganga berfættur?
2.6.2013 | 12:12
Hvað er lífsnauðsynlegt hverjum göngumanni? Jú, skórnir. Hvað sem gerist á ekki að fara úr skónum og freista þess að ganga berfættur. Það gengur aldrei upp, sérstaklega ekki í köldu veðri og í snjó. Þarna hefur verið blautt færi og snjórinn gróður og rispar húðina. Það getur ekki verið skárra en að vera í skónum.
Það sem gerist á gönguferðum er að fólk finnur til óþæginda og reynir þá að lagfæra sokka eða eitthvað annað. Vilji svo til að snjór fari ofan í skóna á auðvitað að reima þá fastar eða nota eitthvað til að koma í veg fyrir að þetta gerist.
Ég hef eiginlega aldrei heyrt um annað eins á ferðum mínum. Oft hefur maður fengið blöðrur eða skór rifnað og skemmst og jafnvel meitt mann. Aldrei nokkurn tímann hefur það flögrað að mér að betra væri að vera berfættur. Vart er hægt að trúa því að konan hafi gert þetta. Að minnsta kosti er hún ekki vön gönguferðum.
En hvað veit maður um aðstæður. Gott er að konan er fundin og heil á húfi. Hins vegar er ástæða til að árétta það sem löngum hefur verið sagt. Í villum er betra að halda kyrru fyrir.
Gekk berfætt í snjónum á fjallinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þú ert alveg ótrúlegur besservisser. Hefur enginn haft það á orði við þig?
Jón Steinar Ragnarsson, 2.6.2013 kl. 14:14
Skil ekki tilganginn með svona athugasemd, Jón Steinar. Síst af öllu frá þér.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 2.6.2013 kl. 14:16
Þú jreykir þér upp heima í stofu um að svona myndir þú nú ekki gera af því að þú ert svo klár og gerir um leið lítið úr neyð konunnar og greind hennar. Lýsir yfir hinu augljósa eins og henni hafi ekki verið það ljóst. Það þykir mér ótrúlegt yfirlæti og besservissaháttur.
Konan lenti í sjálfheldu og komst ekki til baka sömu leið og hún kom, svo hún varð að ganga yfir snjóbreiðu sem var svo gljúp að hún steig niðrúr og missti af sér skóna í hverju skrefi. Hún var ekki búin í þessi stórræði, enda stóðu þau aldrei til. Hún reyndi að bjarga sér en gerði svo það sem rétt er og hélt kyrru fyrir.
Þessi sneið þín er eins og að lýsa því yfir hvað þú hefðir gert til að forða árekstri. Þú hefðir haft augun á veginum og beygt á réttum tíma.
Ég er bara gapandi hissa á svona rembingi og ekki síst af því hann kemur frá þér. Maður sem telur sig margfróðan um útivist með öllum þeim vítum, sem þeirri iðju fylgir.
Það ætlar sér enginn að koma sér í sjálfheldu, en það kemur æði oft fyrir hjá besta fólki. Fólk gengur jafnvel fyrir björg. Þú munt væntanlega fræða land og þjóð um það næst þegar slíkt hendir að þannig hefðir þú ekki farið að.
Hvort sem þetta er ætlun þín eða ekki að skrifin komi þannir út, þá get ég fullvissað þig um að þau gera það.
Jón Steinar Ragnarsson, 2.6.2013 kl. 15:05
Skrifin eru fyrir það fyrsta gersamlega tilgangslaus eftiráspeki auk þess að vera yfirlætisleg og sjálfsupphefjandi á kostnað þessarar konu. Já og þar fyrir dónaleg.
En þú hefur ekki staðist mátið að selja þig sem sérfræðing. Besservisserar láta sér ekki svona tækifæri úr hendi sleppa. Hefðirðu staðist mátið ef konan hefði dáið?
Jón Steinar Ragnarsson, 2.6.2013 kl. 15:13
Ástæða er til það kanna fyrir einstaklega uppbyggilegar, vandaðar og málefnalegar athugasemdir. Það er sérstaklega mikilvægt að fá góða gagnrýni sem fram er sett af góðum hug og velvilja í þeim tilgangi að bæta umræðu um það sem betur má fara.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 2.6.2013 kl. 15:40
"Some are wise and some are otherwise"
Ég tek undir með þér Sigurður. Við lestur fréttarinnar undraðist ég líka tilgang þess að ganga berfætt í snjónum, þ.e.a.s. þótti eitthvað bogið við útskýringuna/þýðinguna
Jónatan Karlsson, 2.6.2013 kl. 16:01
Nei,Við vorum nú alltaf vel skóaðir þegar við vorum að vaða snjóinn í Fljótunum forðum daga.En sennilega hefur Konan bara tínt skónum af sér í snjónum.Ég held að það sé ekki hægt að mynda sér skoðun fyrr en maður lendir í svona aðstæðum sjálfur.
Jósef Smári Ásmundsson, 2.6.2013 kl. 16:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.