Ömurlega slæm þjónusta Símans

Erlent niðurhal í þessum mánuði hefur nú náð 50 GB sem er umfram innifalið erlent gagnamagn. Hraðinn á tengingunni þinni til útlanda hefur nú verið takmarkaður. Takmörkun á hraða til útlanda verður afnumin við kaup á auknu gagnamagni eða um næstu mánaðamót.

Hér http://www.siminn.is getur þú keypt þér aukið gagnamagn.

Þetta er úr tölvupósti sem fékk ég í gær frá Símanum, fyrirtæki í síma- og netþjónustu sem ég hef skipt við síðustu áratugi. 

Notið ég þjónustu Símans umfram það sem áskrift mín segir til um er sjálfsagt að greiða fyrir það. 

Það er hins vegar refsingin sem ég er óhress með. Þar sem ég hef notað meira magn en innifalið var í áskriftinni skal nú takmarka hraðan á tengingu minni til útlanda. 

Hver er eiginlega munurinn á hraða og magni hjá Símanum? Hvernig tengist þetta á þann hátt að umframmagn geti takmarkað hraða?

Mér finnst þetta eins og að refsa mér fyrir að tala mikið í símann minn með því að neita mér um að senda SMS boð. Eða að bankinn minn refsi mér fyrir að fara yfir á debet eða kredit kortinu mínu með því að takmarka notkun mína á heimabankanum.

Auðvitað er þetta bara bull hjá Símanum. Ég reyndi þó að fá upplýsingar frá þjónustufulltrúa en fékk aðeins stöðluð svör, ekkert sem skýrir málið. Samt var fullyrt að „ástandið“, lélega þjónustan, muni aðeins gilda til næstu mánaðarmóta og þá falli allt einhliða í ljúfa löð.

Ég er bara ekki sáttur við hraðatakmarkanirnar og alls ekki óskaplega lélegar skýringar. Hvort tveggja er ömurlega slæm þjónusta.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki bara málið að senda þeim puttann og fara á fullri ferð  til hins aðilans!

Þar sem þú ert ekki sáttur við hraðahindranir þá er Reykjavíkurborg  búin að vera dugleg að  drita niður hraðatakmörkunum. Nú er það nýjasta risavaxnar  bumbur sem þeir  hafa dempt á okkur í vesturbænum við Ánanaust. Ég get ekki betur séð en að landinn sigli bara á milli skers og báru og fari á milli hraðahindrananna á fullum hraða! 

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.5.2013 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband