Snjóhengja gamla Landsbankans við að bresta

Fyrir þjóðarbúið eru skuldir Landsbankans við gamla bankann síðan grafalvarlegar. Útilokað er að tiltækur verði nægur gjaldeyri á markaði sem stendur nýja bankanum til boða nema að aðrir kaupendur gjaldeyris verði sveltir. Slíkt getur ekki leitt til neins annars en gegndarlauss kapphlaups um allan lausan erlendan gjaldeyri sem ætti að hafa verulega veikingu krónunnar í för með sér. Staðan í dag er einfaldlega sú, að þjóðarbúið býr ekki til nægar erlendar tekjur til að standa undir greiðslu þessara skuldabréfa, þó svo að Landsbankanum gæti tekist að öngla fyrir aurnum úr rekstri sínum.

Skuldabréf nýja Landsbankans við þann gamla er enn ein snjóhengjan sem þarf að losa um án tjóns fyrir þjóðarbúið. Hana verður að leysa á sama hátt og hinar með því að kröfuhafinn, LBI hf. (gamli Landsbanki Íslands), þarf að gefa eftir hluta kröfunnar eða sætta sig við að hún verði ekki til útgreiðslu fyrr en eftir nokkur ár og þá verði hún greidd til baka á mun lengri tíma en gert var ráð fyrir. Að mönnum hafi síðan dottið í hug að bæta við þessa snjóhengju skilyrta skuldabréfinu er mér síðan gjörsamlega óskiljanlegt.

Svo ritar Marinó G. Njálsson um Landsbankann á bloggsíðu sinni. Þetta er háalvarlegt mál og varla að nokkur maður átti sig þegar mesta umræðan fer í það að velta fyrir sér hvort starfsmenn eigi að fá 4% hlutafjár í bankanum. Þeim sama banka sem virðist vera ógjaldfær.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband