Nei, Egill Helgason, nú ferðu rangt með
25.5.2013 | 17:14
Það hefur verið talað um að við séum í aðlögunarviðræðum við ESB.
Þetta er hugtak sem var fundið upp í áróðursskyni.
Ef við hefði verið um aðlögun að ræða væri líklega margt sem þyrfti að vinda ofan af eftir viðræður sem hafa staðið í næstum fjögur ár.
En svo er ekki.
Svo ritar Egill Helgason, dagskrárgerðarmaður, á heimasíðu sína á eyjan.is. Þetta er mikill misskilningur hjá Agli og raunar svo alvarlegur að maður verður eiginlega kjaftstopp.
Viðræður við ESB eru ekki samningaviðræður heldur aðlögunarviðræður. Þetta segja stjórnendur ESB sjálfir og er að finna í bæklingi sem sambandið gaf út og heitir Understanding Enlargement - The European Unions enlargement policy.
Í honum segir eftirfarandi (uppsetningin er mín til að auðvelda skilning á efni textans):
1.
First, it is important to underline that the term negotiation can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidates odoption, implimentation and application of EU rules some 90,000 pages of them.
2.
And these rules (also known as acquis, French for that which has been agreed) are not negotiable.
3.
For candidates, it is essentially a matter of agreeing on how and when to adopt and implement EU rules and procedures.
4.
For the EU, it is important to obtain guarantees on the date and effectiveness of each candidates implementation of the rules.
Skýrara getur þetta varla verið. Accession negotiations heitir viðræðurnar en ekki negotiations. Veit ekki hvernig Egill Helgason getur þýtt þetta öðru vísi en sem aðlögunarviðræður. Eftirfarandi setur enn frekari stoðir undir þá skýringu og þetta eru hluti af skilyrðum stjórnenda ESB:
Candidates consequently have an incentive to implement necessary reforms rapidly and effectively. Some of these reforms require considerable and sometimes difficult transformations of a countrys political and economic structures. It is therefore important that governments clearly and convincingly communicate the reasons for these reforms to the citizens of the country.
Ofangreint þýðir einfaldlega það að umsóknarríkið á að aðlaga stjórnsýslu, lög og reglur sínar að því sem gildir hjá Evrópusambandinu. Punktur.
Viðræðurnar sem ESB nefnir aðlögunarviðræður, á ensku accession negotiations, fjalla um 35 kafla sem nefndir eru Acqis. Þessir kaflar fjalla um einstaka málaflokka, t.d. landbúnað, flutninga, orkumál, fiskveiðar og svo framvegis, allt upp talið í ofangreindum bæklingi.
Þegar viðræður hefjast um einstaka kafla, kaflinn er opnaður, eins og sagt er, þá þarf umsóknarríkið að sýna á skýran og skilmerkilegan hátt hvort að það hafi tekið upp kröfur ESB sem um ræðir í hverjum kafla eða hvernig það ætli að gera það. Þeim köflum er lokað þegar ESB er sátt við framgang málsins, aðlögunin hefur átt sér stað eða verið er að gangsetja hana.
Ég tók eftir því að fjölmargir rituðu athugasemdir við þennan örstutta pistil Egils Helgasonar. Fæstir af þeim hafa haft fyrir því að kynna sér málin. Þetta eru eftirfarandi
- Andrés Péturson
- Atli Hermannsson
- Sigurður Helgi Helgason
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Árni Finnsson
- Jón Skaptason,
- Eygló Aradóttir
- Þorstein Óskarsson
- Ragnhildur Kolka
Ótrúlegt er að lesa komment eftir þetta fólk sem ekkert hafa haft fyrir því að lesa skilyrði ESB fyrir inngöngu inn í sambandið. Þetta fólk áttar sig ekkert á því út á hvað viðræðurnar ganga, giskar bara út frá eigin brjóstviti sem yfirleitt er ekki fullnægjandi.
Staðreyndin er einfaldlega að viðræðunum lýkur þá aðeins þegar ESB ríkin eru sátt við aðlögun Íslands, ekki fyrr. Þá er aðlöguninni lokið, Ísland búið að taka upp lög og reglur ESB og aðlaga stjórnsýsluna.
Hvað er þá eftir? Ekkert. Nema því aðeins að til dæmis í viðræðunum um fiskveiðilögsöguna neiti Ísland að fara að kröfu ESB um að opna hana fyrir skipum aðildarþjóðanna og sætta sig við yfirstjórn fiskveiðanna færist til Brussels. Þá verða umræðurnar ekki lengri, þeim verður einfaldlega slitið að hálfu ESB. Sama á við um hvern og einn af þeim 35 málaflokkun, Acqis, sem um þarf að ræða.
Hugtakið Accession negotiations er ekki áróður heldur einfaldlega uppfinning ESB vegna aðildarumsókna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.5.2013 kl. 09:02 | Facebook
Athugasemdir
Já umræðustjóri Ríkisins (RÚV) Egill Helgason er einhver lúmskasti og eitraðasti áróðursmaður ESB trúboðsins á Íslandi.
Gunnlaugur I., 25.5.2013 kl. 19:37
Sigurður. Egill hinn Helgi, rúv-skeiða-silfur-(eitthvað), skilur alls ekki um hvað ESB snýst. Þó er hann látinn stýra svona áróðursþætti? Það er ábyrgðarlaus stjórnun á RÚV.
ESB-viðræðum lýkur með ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu, sem ekki getur orðið bindandi og afgerandi fyrir þjóðina, því ESB leyfir ekki slíkt lýðræði.
ESB-sambandið er glæpaklíku-samband, sem hertekur/stýrir ríkisstjórnum og seðlabönkum í Evrópu.
Hvers vegna er Ögmundur Jónasson svona svekktur yfir "ó-jafnréttinu" á Íslandi eftir kosningar, eftir að hans ó-jafnréttis-armur af klíkunni tapaði? Var hann kannski einn af toppunum í ESB-brennuliðinu "jólalega", fyrir rúmlega 4. árum síðan?
Hélt hann að óréttlætið í Íslenskum lyfjaheimum (undirheimum/tryggingastofnungunar-svikum) fengi áfram "mannréttindastimpil" misréttis á Íslandi? Og "réttlætið" færi áfram eftir efnahag landsmanna, en ekki sjúkdóma-þörf?
Er Ömma-liðið siðferðis/læknisfræðimenntað?
Eða fær Ömma-liðið sín lyf (leyfileg og óleyfileg) án ó-yfirstíganlegs kostnaðar úr eigin pyngju, samtímis sem það lið setur snöruna snyrtilega um hálsinn á þeim sem minnst hafa?
Það er mörgum spurningum ósvarað af Ömma-liðinu eldgamla og helspillta. Liðinu sem ætlar nú að svífa seglum þöndum burt frá allri ábyrgð á kosningasvikunum 2009! Spilltum eiginhagsmuna-seglum VG (Villtra Grænfriðunganna bankaræningja-stýrðu)!
Sumir kunna bara að benda á annarra flokka fordæmdu svik, og ætla þannig að réttlæta eigin flokka eftirá-raundæmdu svikaverk!
Ömmi er gamaldags ömurleg klíkuspillingar-fígúra og lygari! Hverjir vilja vera í liði svikara?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.5.2013 kl. 20:46
Væri það ekki tilvalið hjá nýrri ríksisstjórn að vinda sér í það að ryðja útvarpsgrenið?
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 25.5.2013 kl. 20:57
"Ótrúlegt er að lesa komment eftir þetta fólk sem ekkert hafa haft fyrir því að lesa skilyrði ESB fyrir inngöngu inn í sambandið. Þetta fólk áttar sig ekkert á því út á hvað viðræðurnar ganga, giskar bara út frá eigin brjóstviti sem yfirleitt er ekki fullnægjandi"
Sæll Sigurður. Ofanreind lýsing þín ber það með sér að þú hefur ekki einu sinni haft fyrir því að lesa kommentið mitt - hvað þá að þú hafir skilið það.
Þá hefur þú líkega ekki haft fyrir því að lesa neitt annað eftir mig, því ég tek undir með þeim sem segja að um aðlögun eða innlimun sé að ræða. Og ég mun fagna því þegar búið verður að samræma allt laga- og reglugerðarumhverfi okkar og stjórnsýslu að þvi sem talið er það besta fyrir Evrópu alla. Ég sé bara ekki af hverju við ættum ekki að gera það.
Atli Hermannsson., 25.5.2013 kl. 21:41
Atli alltaf jafn skýr: - - - að þvi sem talið er það besta fyrir Evrópu alla. - - - ESB er ekki Evrópa öll. Og ekki ESB eða ESB-sinna á Íslandi að ákveða hvað sé best fyrir alla Evrópu. Þó það sé hinn baneitraði umræðustjóri ríkisins í RUV.
Elle_, 26.5.2013 kl. 01:44
Það er óþægilegt að lesa hin annars kurteislega orðuðu skrif Alta Hermannssonar. Að tala fyrir hönd Evrópu allrar ... manninum dettur ekki einu sinni í hug að einstök lönd geti haft löggjöf eða reglur sem varða einungis þau, óháð því sem gerist annars staðar.
Eins og gefur að skilja er samræming á ýmsum sviðum af hinu góða, sérstaklega er varðar vöruframleiðslu og ýmis réttindamál, tel ég. En að allt fari undir hatt skrifræðisins í Brussel í boði Atla Hermannssonar er skelfileg tilhugsun. Hrollvekjandi.
Ólafur Als, 26.5.2013 kl. 05:53
Helduru að það verði látið óátalið Kristján?
Sindri Karl Sigurðsson, 26.5.2013 kl. 07:51
Já þeir sem halda að spillingin verði minni með inngöngu í EBB fara villu vegar, þar er einmitt spillingin einna mest, þess vegna er þessi úlfúð almennings í ESB löndum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.5.2013 kl. 10:16
Takk fyrir að hafa fyrir því að svara rangfærslum Egils!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 26.5.2013 kl. 23:14
Egill er bara eins og venjulega, hið rétta er að 'aðildarviðræður' er; "hugtak sem var fundið upp í áróðursskyni" og það hér heima.
Það er ekkert í accession ferlinu sem gefur í skyn að neit sé á ferðinni annað en hrein uppsetning á infrastructure ESB sem þarf að vera tilbúin til gangsetningar við aðild.
Kannski Egill hafi ekki heldur lesið rýniskýrslur ESB. Í öllu falli þá fer hann með rangt mál.bkv
Sandkassinn (IP-tala skráð) 27.5.2013 kl. 03:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.