Ferðafrelsi almennings í húfi
25.5.2013 | 08:46
Öll eru ákvæði þessi svo sem sjá má brotakennd. En þó má segja, að í þeim felist sú meginstefna um rétt mann til útilífs og umferðar, að landeiganda beri að lola meinalaus afnot af landareign sinni, nema sérstök ákvæði mæli á annan veg.
Svo segir Sigurður Líndal, prófessor, í ritinu Útivist sem Landvernd gaf út 1979. Í grein sinni rekur hann þágildandi lög um útivist og ferðalög og rifjar upp forn lög, meðal annars úr Jónsbók.
Forfeður okkar voru um margt réttsýnir og framsýnir. Í Jónsbók er getið um rétt manna til að fara á hestum um land í annarra eigu og æja þeim þar sé það ekki í ræktun.
Þetta skiptir auðvitað miklu máli enda hrikalegt ef staðan verður sú að landeigendur geti lokað opinberum vegum og hindrað þá sem um þá vilja aka eða elta uppi ferðalanga sem bera allan sin farangur á bakinu til þess að rukka þá.
Inn á þetta kemur Sigrún Ágústsdóttir, lögfræðingur og sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, í viðtalinu í Morgunblaðinu og mbl.is.
Hvað sem öllu líður verður það ekki liðið að meintir landeigendur loki stórum landsvæðum sem hingað til hafa verið opin til þess að hafa það að féþúfu. Þá verður í sundur friðurinn milli meintra landeigenda og annarra landsmannna og afleiðingarnar geta orðið hrikalegar.
Gjald á grundvelli afnota | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég er sammála þér Sigurður,mér hefur lengi fundist þessi mál vera í algerum ólestri. Gjaldtaka er að mínu viti réttlætanleg þegar bændur sjálfir eru með tjaldstæði á sínum heimatúnum eða ef bændur geta sýnt fram á eignarhald á landi því sem er verið að gjaldtaka. Annars á ríkið að byggja upp ferðamannastaðina og taka af því gjald annars verður þetta eins og með kvótann. Ég fyrir mína parta er ég á móti því að landsgæði ásamt sjávargæðum séu í einkaeigu örfárra fjölskyldna hér á landi.
Sandy, 25.5.2013 kl. 10:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.