Skúli, eru orlofsíbúðir í Reykjavík gistiþjónusta eða húsaleiga?
14.5.2013 | 20:42
Við lestur á ágætri grein um húsaleigu og gistileigu í mbl.is vakna margar spurningar. Stéttarfélög eiga aragrúa íbúða og sumarhúsa víða um land og hafa leigt út frá einni nótt og upp undir hálfan mánuð eða þrjár vikur, jafnvel lengur. Tugir þúsunda hafa notfært sér þessa þjónustu.
Launþegafélög á höfuðborgarsvæðinu eiga íbúðir á fjölmörgum þéttbýlisstöðum og einnig sumarhús. Launþegafélög á landsbyggðinni eiga íbúðir í Reykjavík og nágrenni.
Eru íbúðir launþegafélaga, orlofsíbúðirnar sem svo eru kallaðar, húsaleiga eða gistiþjónusta? Og hver í ósköpunum er munurinn?
Ég efast um að Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri, læðist um með stækkunargler og sektarbók í hendi og kanni orlofsíbúðaþjónustuiðnað launaþegafélaganna, enda engin ástæða til, jafnvel þó þau leigi fyrir meira en milljón krónur á mánuði.
Nú er hins vegar svo komið að ríkisvaldið er leiftursnöggt að átta sig á matarholum sem fjölmargir hafa fundið og nú á að stoppa útleigu Jóns og Gunnu á íbúðinni sinni. Og skiptir engu þó þau skötuhjú skipti á íbúð við fjölskyldu í Frakklandi eða Þýskalandi. Allt skal ríkisvaldið eyðileggja.
Má leigja út íbúðir án gistileyfa? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Blaðamenn eru of allt of fljótir að grýpa gaspur og byrta sem fréttir, væri gaman að sjá þá ganga á þá sem upprunalega komu með þessar órökstuddu fullyrðingar og láta þá aðila standa fyrir máli sýnu
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 15.5.2013 kl. 10:02
Blaðamenn eru of allt of fljótir að grípa gaspur og birta sem fréttir, væri gaman að sjá þá ganga á þá sem upprunalega komu með þessar órökstuddu fullyrðingar og láta þá aðila standa fyrir máli sýnu
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 15.5.2013 kl. 10:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.