Númer eitt að standa við kosningaloforðin

Helgi sigAlltof sjaldan vitna ég í Helga Sigurðsson, auglýsingahönnuð og skopmyndateiknara Morgunblaðsins. Hann tjáir sig með skilmerkilegri og einfaldari hætti en flestir álitsgjafar og bloggarar samanlagt.

Mynd dagsins þarfnast ekki skýringa frekar en alla aðra daga. Þeir föllnu þingmenn úr stjórnarliðinu mættu íhuga þessa mynd áður en þeir gagnrýna nýja ríkisstjórn sem þó hefur hvorki verið mynduð né tekið til starfa og enn síður að kominn sé stjórnarsáttmáli. 

Dómur kjósenda féll og einhver í bílnum segir af lítillæti sem var raunar óþekkt hjá fyrri ráðherrum og þingmönnum: 

Sko - ef við ættum að gefa næstu stjórn einhver ráð þá það númer eitt að STANDA VIÐ KOSNINGALOFORÐIN. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sigurður. Almenningur eru vinnuveitendurnir, og þar með er það í verkahring almennings/kjósenda að fylgja því eftir að staðið verði við kosningaloforðin. Það ætti ekki að vera flókið að standa við kosningaloforð, sem standast lög og mannréttindi.

Það er ekki sjálfsagður réttur ríkja, að hafa lög og stjórnarskrá, til að tryggja réttindi almennings.

Það hefur alltaf þurft að berjast fyrir réttlæti og lýðræði. Mánefnanleg og heiðarleg barátta skilar mestum árangri.

"Stóru" strákarnir/stelpurnar berjast ekki fyrir alþýðuna og réttlætið, ef þau fá ekki aðhald og gagnrýni. Mannlegt og breyskt eðli, ásamt valdagræðgi er böl margra.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.5.2013 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband