Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Verður eldgos við Eldeyjar?
10.5.2013 | 09:15
Jarðkjálftarnir á Tjörnesbrotabeltinu fyrir norðan virðast hafa verið miklu öflugri og tíðari en þessi sem kenndir eru við Fuglasker eða Eldeyjar. Fuglasker er ekki eitt sker heldur fjöldi skerja sem Eldey og Geirfuglasker eru hluti af. Öll hafa þau orðið til í eldsumbrotum.
Þarna hafa orðið tuttugu og níu skjálftar 3.0 og stærri frá því klukkan tvö, á fimmtudagsmorgni. Það er dálítið mikið af svo góðu. Það vekur einnig athygli leikmannsins að allir þessir stóru skjálftar eiga upptök sín á svipuðum stað í jarðskorpunni, um 9 til 15 km dýpi. Fræðimenn munu eflaust halda því fram að ástæða þeirra sé kvikuhreyfing frekar en brotahreyfingar.
Fróðlegt verður að fylgjast með framhaldinu. Ágæta sýn yfir neðansjávargos út af Reykjanesi má lesa á vefsíðunni Ferli, http://www.ferlir.is/?id=10393.
Enn skelfur jörð á Reykjanesi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 58
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 56
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Í mars í fyrra varð hrina á nákvæmlega sama stað en ekki eins öflug. Þá voru skjálftarnir einmitt á þessu sama dýpi, 10-15 km. Sem er sennilega á þessum slóðum alveg við neðri mörk jarðskorpunnar.
Óskar, 10.5.2013 kl. 11:57
Það er víst kominn tími á skagann....
Gylfi Gylfason, 10.5.2013 kl. 13:00
Hvort er verra að fá eldgosa-náttúruhamfarir, eða aðra fjölmiðlaverndaða banka-ræningjabólu-hamfaraskriðu, með sýslumannsstýrða og ólöglega eignarupptöku?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.5.2013 kl. 18:46
Þegar stórt er spurt ...
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 10.5.2013 kl. 20:10
Sigurður. Já þegar sannleiks-spurningar fá að birtast í netheimum, þá er fátt um svör, og sumir loka einfaldlega á athugasemdir/pistla.
Það fer betur með sálartetrin, réttlætiskenndina og úrvinnslu áfalla, að lenda í hinu fyrrnefnda. Er ekki verið að kenna sálfræði og áfallahjálp í einhverjum af þessum ótalmörgu há-skólum landsins? Til hvers? Og fyrir hverja?
Sem betur fer er enn kennd heimsspeki í einhverjum há-skóla! En til hvers?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.5.2013 kl. 20:38
Anna Sigríður, mér finnst ég eiga nóg með eigin vandamál svo ekki bætist við djúpar og áleitnar spurningar frá þér um heilbrigði þjóðarinnar. Svo er það annað mál hvernig fólk nýtir sér þá þekkingu sem það öðlast, í skólum eða lífinu sjálfu.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 10.5.2013 kl. 20:48
Það er skiljanlegt Sigurður, enda ekki hægt að ætlast til að hægt sé að svara svona erfiðum spurningum.
Þetta er tilraun til að vekja umræðu um heildarmyndina. Ég er ekki síður að spyrja sjálfa mig, heldur en þig.
Opin umræða um staðreyndir getur tæplega skaðað heildarsýn og skilning.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.5.2013 kl. 17:01
Þakka þér fyrir Anna Sigríður. Rétt hjá þér að opin umræða um staðreyndir skaða tæplega neitt.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 11.5.2013 kl. 18:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.