Formaður SUS gegn stóriðjustefnunni

Stuðningsmenn stóriðju benda gjarnan á að atvinna sé grundvöllur velferðar og spyrja hvað annað menn vilji gera til að byggja upp atvinnu. Þá er því stundum svarað til að menn vilji eitthvað annað sem kallar þá gjarnan á hlátrasköll frá stóriðjusinnum. En staðreyndin er sú að þetta eitthvað annað er alls ekki galið. Vísar það ekki einfaldlega til þess að það sé ekki stjórnmálanna að finna þetta eitthvað annað – að skapa störf? Hefur reynslan ekki kennt okkur að það sé hagkvæmast að eftirláta markaðnum að leysa úr því hvaða atvinnutækifæri sé best að byggja upp?

Hver skrifaði eftirfarandi sem er beint úr grein í Morgunblaðinu í morgun. Ekki var það nú Ómar Ragnarsson, ekki formaður Landverndar, ekki formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, ekki var það ég þó hef ég haldið fram samskonar viðhorfum. 

Höfundurinn er formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, Davíð Þorláksson. Og það gefur innihaldi greinarinnar miklu meiri vigt að hann skuli gegna þessu virðulega embætti innan Sjálfstæðisflokksins. Þetta er raunar tímamótagrein sem allir sjálfstæðismenn ættu að lesa.

Ég styð fyllilega það viðhorf sem birtist í greininni og finnst tími kominn til að Sjálfstæðiflokkurinn taki upp breytta stefnu í stóriðjumálum. Hins vegar vil ég ganga lengra og leggja meiri áherslu á umhverfismál og náttúruvernd. Í raun er það undirliggjandi skoðun Davíðs í þessari grein þar sem hann nefnir sjávarútveg og ferðaþjónustu sem mikilvægustu útflutningsgreinar Íslands. Gróska í þeim atvinnugreinum verður ekki skilin frá náttúruvernd og umhverfismálum.

Grein Davíðs markar tímamót og henni fagna ég. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það að nýta ekki endurnýjanlega orku eins og fallvötnin, sem renna óvirkjuð til sjávar er ekkert annað en orkusóun.Svo er spurningin,er ekki betra að fá eitthvað fyrir orkuna en ekki neitt.Ef eitthvert fyrirtæki vill gera orkusamning til 40-50 ára,er þá ekki betra að gera slíkan samning, og eiga virkjunina og línurnar skuldlaust eftir þann tíma,eins og er í tilfelli Búrfellsvirkjunar.Öfgaumhverfisverndarfólk er víða, líka í Sjálfstæðisflokknum.Best væri að þetta fólk væri saman í flokki, eins og er víða í Evrópu.Vonando losnar Sjálfstðisflokkurinn við sitt öfgalið.En trúlega er formaður SUS orðin hræddur við öfgaliðið og kennir því um ófarir í kosningunum.Þá verða ungir Sjálfstæðismenn bara að skipta um formann.

Sigurgeir Jónsson, 7.5.2013 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband